Seðlabankastjóri segir heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2022 16:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að þegar dragi úr hækkun á verði íbúðarhúsnæðis muni það hjálpa til við að draga úr verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans. Heimili og fyrirtæki standi þó vel og þoli efnahagslegt aðhald með vaxtahækkunum enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir í fyrsta skipti í fjörutíu ár. Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd telur að efnahagsbatinn verði hægari en áður var áætlað vegna stríðsins í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dragist álanginn. „Við erum náttúrlega að sjá hækkun á hrávörum sem þýðir að það sem við erum að flytja inn hefur hækkað í verði. Mögulega erum líka við að sjá horfur í ferðaþjónustu versna vegna þessarar stöðu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mikið velti því á hvernig sumarið verði í ferðaþjónustunni. Það geti reynst henni erfitt að verða fyrir öðru áfalli strax á eftir kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir þessa grein veltur mjög mikið á því að næsta sumar gangi vel. Ég er ekki að segja að það geri það ekki. En það eru ákveðnir áhættuþættir sem við erum að benda á,“ segir Ásgeir. Eins og hækkun eldsneytisverðs sem komi illa við flugfélögin sem aftur geti leitt til hækkunar á verði farmiða sem gæti dregið ásamt öðrum þáttum úr ferðavilja fólks. Hækkun á verði matvæla í heiminum þýði hins vegar að verð á útfluttum íslenskum matvælum hækki einnig. Verðbólga sé enn allt of mikil hér og í útlöndum þar sem verðbólguhorfur hafi versnað vegna stríðsins. Auk innfluttrar verðbólgu hafi mikil hækkun húsnæðisverðs enn mikil áhrif á verðbólguna hér á landi en síðustu tólf mánuði hafi húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 22 prósent. Seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi verið neikvæðir hér á landi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörtíu ár. Því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. „Stýrivextir Seðlabankans eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi. Við höfum það lögbunda hlutverk að halda verðbólgu ískefjum. Að einhverju leyti núna erum við að eiga við ytri þætti, hækkanir á hrávöru sem koma inn. Við teljum aðfasteignamarkaðurinn muni áeinhverjum tímapunkti, ekki langt undan, hætta að hækka,“ segir Ásgeir en viðurkennir að erfitt geti verið að eiga við skort á framboði á íbúðarhúsnæði. Vonir séu aftur á móti bundnar við að jafnvægi á húsnæðismarkaði komi til lækkunar verðbólgu. Í millitíðinni ættu bæði fyrirtæki og heimili að þola aukiðpeningalegt aðhald. Enda hafi heimilin að jafnaði aldrei staðið eins vel og nú varðandi skuldastöðu og sparnað og vanskil húsnæðislána hjá stóru bönkunum séu innan við eitt prósent.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00 Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“ Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“ 16. mars 2022 06:00
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 15. mars 2022 09:41