Telja mikilvægt að huga að netöryggi við núverandi aðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2022 08:47 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur mikilvægt að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða her á landi. Nefndin metur stöðu fjármálastöðugleika góða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar sem birtist á vef Seðlabankans í morgun eftir fyrsta fund nefndarinnar á þessu ári. Seðlabankinn gaf einnig út ritið Fjármálastöðugleiki í morgun þar sem farið er nánar yfir þróun mála. „Efnahagsbatinn í ár verður líklega hægari en áður var talið vegna áhrifa kórónuveirunnar og innrásar Rússa í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dregst á langinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þó tekið fram að staða fjármálastöðugleika sé góð og staða heimilanna sé almennt góð. „Staða fjármálastöðugleika er góð. Viðnámsþróttur kerfislega mikilvægu bankanna er mikill. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafa því nægt svigrúm til að styðja við fyrirtæki og heimili,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin segist fylgjast grannt með stöðunni á húsnæðismarkaði.Vísir/Vilhelm „Staða heimilanna er almennt góð og hægt hefur á skuldavexti þeirra. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist ár frá ári og eiginfjárstaða heimila hefur styrkst. Dregið hefur úr atvinnuleysi og atvinnuþátttaka aukist. Traust staða heimila mun auðvelda þeim að standa undir hærri greiðslubyrði íbúðalána ef vextir hækka frekar og heimilin hafa aðgang að ólíkum lánaformum til að takast á við verðbólgu,“ segir ennfremur. Fylgjast grannt með fasteignamarkaðinum Þar kemur einnig fram að grannt sé fylgst með þróun á fasteignamarkaði og skuldsetningu heimila. Að auki vísar nefndin aftur til stríðsins í Úkraínu og segir hún mikilvægt að huga að netöryggi landsins. „Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða. Núverandi aðstæður undirstrika mikilvægi þess að auka viðnámsþrótt í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar. Nefndin ítrekar nauðsyn þess að rekstraraðilar gæti að öryggi greiðslukerfa og rekstrarsamfellu.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Netöryggi Íslenskir bankar Innrás Rússa í Úkraínu Húsnæðismál Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar sem birtist á vef Seðlabankans í morgun eftir fyrsta fund nefndarinnar á þessu ári. Seðlabankinn gaf einnig út ritið Fjármálastöðugleiki í morgun þar sem farið er nánar yfir þróun mála. „Efnahagsbatinn í ár verður líklega hægari en áður var talið vegna áhrifa kórónuveirunnar og innrásar Rússa í Úkraínu, sérstaklega ef stríðið dregst á langinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er þó tekið fram að staða fjármálastöðugleika sé góð og staða heimilanna sé almennt góð. „Staða fjármálastöðugleika er góð. Viðnámsþróttur kerfislega mikilvægu bankanna er mikill. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra er vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafa því nægt svigrúm til að styðja við fyrirtæki og heimili,“ segir í yfirlýsingunni. Nefndin segist fylgjast grannt með stöðunni á húsnæðismarkaði.Vísir/Vilhelm „Staða heimilanna er almennt góð og hægt hefur á skuldavexti þeirra. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist ár frá ári og eiginfjárstaða heimila hefur styrkst. Dregið hefur úr atvinnuleysi og atvinnuþátttaka aukist. Traust staða heimila mun auðvelda þeim að standa undir hærri greiðslubyrði íbúðalána ef vextir hækka frekar og heimilin hafa aðgang að ólíkum lánaformum til að takast á við verðbólgu,“ segir ennfremur. Fylgjast grannt með fasteignamarkaðinum Þar kemur einnig fram að grannt sé fylgst með þróun á fasteignamarkaði og skuldsetningu heimila. Að auki vísar nefndin aftur til stríðsins í Úkraínu og segir hún mikilvægt að huga að netöryggi landsins. „Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að hugað sé að netöryggi landsins og rekstraröryggi fjarskipta- og fjármálainnviða. Núverandi aðstæður undirstrika mikilvægi þess að auka viðnámsþrótt í innlendri greiðslumiðlun og hraða innleiðingu óháðrar smágreiðslulausnar. Nefndin ítrekar nauðsyn þess að rekstraraðilar gæti að öryggi greiðslukerfa og rekstrarsamfellu.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Netöryggi Íslenskir bankar Innrás Rússa í Úkraínu Húsnæðismál Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira