Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 21:48 Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Sigurjón Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira