Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 21:48 Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Sigurjón Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira