AP segir frá því að loftnetinu hafi verið flogið með þyrlu og svo komið fyrir á toppnum í morgun. Fór þá turninn úr því að vera 324 metra hár í 330 metra.
Eiffelturninn var reistur seint á nítjándu öld í tengslum við Heimssýninguna í París árið 1889. Er hann nefndur í höfuðið á verkfræðingnum Gustave Eiffel, en það var fyrirtæki Eiffels sem hannaði og smíðaði turninn.
Við byggingu Eiffelturnsins varð hann hæsta mannvirki heims. Turninn tók þá fram úr Washington Monument í Washington DC sem hæsta mannvirki heims og hélt titlinum allt til ársins 1929 þegar Chrysler-byggingin í New York-borg í Bandaríkjunum ýtti turninum þar með af stallinum.
