Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2022 06:31 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden, stýrði fundinum fyrir Bandaríkin. Kínverjar segja ekkert hæft í ásökunum Bandaríkjamanna um að þeir ætli að aðstoða Rússa. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira