Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2022 06:20 McDonalds er meðal þeirra stórfyrirtækja sem hefur hætt starfsemi í Rússlandi en þar voru starfræktir 850 staðir. epa/Maxim Shipenkov Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hún sagði mögulegar tilraunir Rússa til að leggja hald á eignir fyrirtækjanna í Rússlandi myndu leiða til enn frekari „efnahagslegs sársauka“ og senda skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Rússland væri ekki öruggt ríki til að fjárfesta í og stunda viðskipti. Vladimir Pútín hafði í gær viðrað þann möguleika að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland og beindi því til embættismanna að grípa til aðgerða til að standa vörð um störf í landinu. Pútín sagði mögulegt að eignir sumra fyrirtækja yrðu teknar yfir og færðar undir utanaðkomandi framkvæmdastjórn og í kjölfarið gefnar þeim sem vildu vinna. We have seen reports that Russia may be considering seizing the assets of U.S. and international companies that have announced plans to suspend operations in Russia or to withdraw from the Russian market.— Jen Psaki (@PressSec) March 11, 2022 Fjöldi alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur hætt starfsemi í landinu og verslunum og fyrirtækjum verið lokað. Þá hefur Pútín lýst formlegum viðskiptaþvingunum Vesturveldanna sem jafngildi stríðsyfirlýsingar. Ekkert lát er þó á þeim aðgerðum bandamanna Úkraínu en Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag kalla eftir því að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir slíti formlega viðskiptasambandi við Rússland. Þetta þýðir auknar álögur á vörur sem eru innfluttar frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Hún sagði mögulegar tilraunir Rússa til að leggja hald á eignir fyrirtækjanna í Rússlandi myndu leiða til enn frekari „efnahagslegs sársauka“ og senda skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins að Rússland væri ekki öruggt ríki til að fjárfesta í og stunda viðskipti. Vladimir Pútín hafði í gær viðrað þann möguleika að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland og beindi því til embættismanna að grípa til aðgerða til að standa vörð um störf í landinu. Pútín sagði mögulegt að eignir sumra fyrirtækja yrðu teknar yfir og færðar undir utanaðkomandi framkvæmdastjórn og í kjölfarið gefnar þeim sem vildu vinna. We have seen reports that Russia may be considering seizing the assets of U.S. and international companies that have announced plans to suspend operations in Russia or to withdraw from the Russian market.— Jen Psaki (@PressSec) March 11, 2022 Fjöldi alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur hætt starfsemi í landinu og verslunum og fyrirtækjum verið lokað. Þá hefur Pútín lýst formlegum viðskiptaþvingunum Vesturveldanna sem jafngildi stríðsyfirlýsingar. Ekkert lát er þó á þeim aðgerðum bandamanna Úkraínu en Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag kalla eftir því að Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir slíti formlega viðskiptasambandi við Rússland. Þetta þýðir auknar álögur á vörur sem eru innfluttar frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira