Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 22:01 Það verður bannað að selja bagg með ávaxta- og nammibragði og bannað að nota það í öllum skólum ef frumvarp Willums nær fram að ganga. Vísir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Í nýju frumvarpi Willums um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er meðal annars lagt til að innflutningur, framleiðsla og sala á nikótínvörum og rafrettum sem innihalda bragðefni sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð, verði bönnuð. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að takmarkanirnar séu lagðar til, til þess að draga úr neyslu barna og ungmenna á nikótínvörum, sem hafi notið mikilla vinsælda hjá hópnum að undanförnu. Þessu til stuðnings bendir Willum á að rannsóknir hafi sýnt að bragðefni, sérstaklega nammi- og ávaxtabragð, spili stóran þátt í því hversu vinsælar rafrettur eru meðal barna og ungmenna og rök falli til þess að telja að hið sama gildi um vinsældir nikótínpúða hjá ungmennum. Nikótínvörur óheimilar í menntastofnunum Þá leggur hann að sama skapi til að notkun nikótínvara verði óheimil í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Sérstök áhersla verður lögð á, samkvæmt frumvarpinu, að fræðslu í grunn- og menntaskólum og skólum sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum. Uppfært 11. mars klukkan 08:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ályktað að orðalagið „öðrum menntastofnunum“ ætti við um næsta skólastig, háskólastig. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir frumvarpið ekki eiga við um háskóla. Fyrirsögn hefur verið breytt og fréttin uppfærð. Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Börn og uppeldi Rafrettur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Nikótínpúðar Tengdar fréttir Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48 „Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17 Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Í nýju frumvarpi Willums um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er meðal annars lagt til að innflutningur, framleiðsla og sala á nikótínvörum og rafrettum sem innihalda bragðefni sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð, verði bönnuð. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að takmarkanirnar séu lagðar til, til þess að draga úr neyslu barna og ungmenna á nikótínvörum, sem hafi notið mikilla vinsælda hjá hópnum að undanförnu. Þessu til stuðnings bendir Willum á að rannsóknir hafi sýnt að bragðefni, sérstaklega nammi- og ávaxtabragð, spili stóran þátt í því hversu vinsælar rafrettur eru meðal barna og ungmenna og rök falli til þess að telja að hið sama gildi um vinsældir nikótínpúða hjá ungmennum. Nikótínvörur óheimilar í menntastofnunum Þá leggur hann að sama skapi til að notkun nikótínvara verði óheimil í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Sérstök áhersla verður lögð á, samkvæmt frumvarpinu, að fræðslu í grunn- og menntaskólum og skólum sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum. Uppfært 11. mars klukkan 08:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ályktað að orðalagið „öðrum menntastofnunum“ ætti við um næsta skólastig, háskólastig. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir frumvarpið ekki eiga við um háskóla. Fyrirsögn hefur verið breytt og fréttin uppfærð.
Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Börn og uppeldi Rafrettur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Nikótínpúðar Tengdar fréttir Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48 „Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17 Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48
„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17
Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44