Hvernig nesti fær þitt barn? Íris Róbertsdóttir skrifar 9. mars 2022 13:32 Í nýliðinni viku var haldin ráðstefnan „Læsi er lykill að menntun” og einnig málstofa á vegum nýstofnaðs Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um menntun og hugarfar. Læsi kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Læsi er lykill að öllu námi. Það að geta lesið sér til gagns er undirstaða þess að geta tekið virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Leik- og grunnskólinn er það jöfnunartæki sem við höfum til að nesta alla nemendur út í lífið með jöfn tækifæri. Ég veit að það er keppikefli allra að börnin okkar nýti skólaárin sem best og fái bestu mögulegu menntun. En það er einhversstaðar pottur brotinn og við erum ekki að nesta alla nemendur jafn vel út í lifið eftir sína skólagöngu. Þar hallar sérstaklega á drengi. Við getum gert betur sem samfélag og læsi og lestur er ekki bara á ábyrgð foreldra og kennara. Þetta kemur okkur öllum við. Það er frábært að finna þann mikla áhuga á læsi og skólamálum almennt sem er í samfélaginu. Ánægjulegt er að finna líka áhuga ráðamanna; tveir ráðherrar og forseti Íslands tóku þátt í ráðstefnunni. Staða menntunar í víðu samhengi er svo sannarlega á dagskrá, enda ein mikilvægasta undirstaðan í velmegun samfélagsins og velgengni einstaklinganna. Nú í aðdraganda sveitastjórnakosninga er mikilvægt að setja skólamálin raunverulega á dagskrá. Á Íslandi höfum við einstakt tækfæri. Við erum með leikskóla sem gegna lykilhlutverki í grunnmenntun og svo tekur við 10 ára grunnskólaganga. Nánast öll börn eru í leikskóla frá eins til tveggja ára aldri þannig að við höfum a.m.k 14 ár til að jafna tækfærin og nesta öll börnin út í lífið með góða færni. Þetta tækifæri verðum við að nota vel. Hlúa að mannauðnum í skólasamfélaginu, leita leiða að nýrri nálgun í samvinnu og sátt, nemendum og okkur öllum til heilla. Við þurfum að þora að fara nýjar leiðir og, já, það þarf að fylgja fjármagn. „Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum Fyrsta þróunar- og rannsóknarverkefnið, sem nýtt Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar fer í, er verkefnið ''Kveikjum neistann'' og fer fram í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er verkefni um að bæta árangur og líðan nemenda og er undir stjórn Hermundar Sigurmundssonar. Vestmannaeyjabær er þátttakandi í verkefninu bæði fjárhagslega og faglega. Skólasamfélagið okkar, starfsfólk á bæjarbókasafninu og fleira fagfólk er að vinna af áhuga og dugnaði að þessu verkefni. ''Kveikjum neistann'' er að vekja verðskuldaða athygli enda gríðarlega spennandi fyrir margra hluta sakir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og ég efast ekki um að það mun hafa áhrif til góðs fyrir nemendur og skólasamfélagið allt. Við viljum gera enn betur! Í Vestmannaeyjum höfum við undanfarin 3 ár lagt mikla áherslu á snemmtæka íhutun og fá leikskólar bæjarins fjármagn í því skyni sem er ekki tengt greiningum heldur hugsað til að grípa og aðstoða nemendur strax byggt á skimunum eða mati kennara. Það er mikilvægt því tíminn vinnur ekki með ungum nemendum í leikskóla sem þurfa að bíða eftir sérhæfðri aðstoð. Þetta er að skila sér í betri árangri og glaðari börnum! Í Vestmannaeyjum tókum við líka ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því það þarf að fylgja eftir slíkri innleiðingu. Markmiðið um eitt tæki á hvern nemanda náðist núna í febrúar. Framundan er skemmtilegt lærdómsferli í tækninni með sköpunargleði að leiðarljósi. Nemendur eru sammála því og sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Verið er að undirbúa nemendur fyrir „heim“ tækninnar. Í Vestmannaeyjum er mikill kraftur og metnaður í öllu skólasamfélaginu. Stefnt er að því að verða í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Við viljum gera enn betur! En þetta er ekki hægt án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang! Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var haldin ráðstefnan „Læsi er lykill að menntun” og einnig málstofa á vegum nýstofnaðs Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um menntun og hugarfar. Læsi kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Læsi er lykill að öllu námi. Það að geta lesið sér til gagns er undirstaða þess að geta tekið virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Leik- og grunnskólinn er það jöfnunartæki sem við höfum til að nesta alla nemendur út í lífið með jöfn tækifæri. Ég veit að það er keppikefli allra að börnin okkar nýti skólaárin sem best og fái bestu mögulegu menntun. En það er einhversstaðar pottur brotinn og við erum ekki að nesta alla nemendur jafn vel út í lifið eftir sína skólagöngu. Þar hallar sérstaklega á drengi. Við getum gert betur sem samfélag og læsi og lestur er ekki bara á ábyrgð foreldra og kennara. Þetta kemur okkur öllum við. Það er frábært að finna þann mikla áhuga á læsi og skólamálum almennt sem er í samfélaginu. Ánægjulegt er að finna líka áhuga ráðamanna; tveir ráðherrar og forseti Íslands tóku þátt í ráðstefnunni. Staða menntunar í víðu samhengi er svo sannarlega á dagskrá, enda ein mikilvægasta undirstaðan í velmegun samfélagsins og velgengni einstaklinganna. Nú í aðdraganda sveitastjórnakosninga er mikilvægt að setja skólamálin raunverulega á dagskrá. Á Íslandi höfum við einstakt tækfæri. Við erum með leikskóla sem gegna lykilhlutverki í grunnmenntun og svo tekur við 10 ára grunnskólaganga. Nánast öll börn eru í leikskóla frá eins til tveggja ára aldri þannig að við höfum a.m.k 14 ár til að jafna tækfærin og nesta öll börnin út í lífið með góða færni. Þetta tækifæri verðum við að nota vel. Hlúa að mannauðnum í skólasamfélaginu, leita leiða að nýrri nálgun í samvinnu og sátt, nemendum og okkur öllum til heilla. Við þurfum að þora að fara nýjar leiðir og, já, það þarf að fylgja fjármagn. „Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum Fyrsta þróunar- og rannsóknarverkefnið, sem nýtt Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar fer í, er verkefnið ''Kveikjum neistann'' og fer fram í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er verkefni um að bæta árangur og líðan nemenda og er undir stjórn Hermundar Sigurmundssonar. Vestmannaeyjabær er þátttakandi í verkefninu bæði fjárhagslega og faglega. Skólasamfélagið okkar, starfsfólk á bæjarbókasafninu og fleira fagfólk er að vinna af áhuga og dugnaði að þessu verkefni. ''Kveikjum neistann'' er að vekja verðskuldaða athygli enda gríðarlega spennandi fyrir margra hluta sakir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og ég efast ekki um að það mun hafa áhrif til góðs fyrir nemendur og skólasamfélagið allt. Við viljum gera enn betur! Í Vestmannaeyjum höfum við undanfarin 3 ár lagt mikla áherslu á snemmtæka íhutun og fá leikskólar bæjarins fjármagn í því skyni sem er ekki tengt greiningum heldur hugsað til að grípa og aðstoða nemendur strax byggt á skimunum eða mati kennara. Það er mikilvægt því tíminn vinnur ekki með ungum nemendum í leikskóla sem þurfa að bíða eftir sérhæfðri aðstoð. Þetta er að skila sér í betri árangri og glaðari börnum! Í Vestmannaeyjum tókum við líka ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því það þarf að fylgja eftir slíkri innleiðingu. Markmiðið um eitt tæki á hvern nemanda náðist núna í febrúar. Framundan er skemmtilegt lærdómsferli í tækninni með sköpunargleði að leiðarljósi. Nemendur eru sammála því og sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Verið er að undirbúa nemendur fyrir „heim“ tækninnar. Í Vestmannaeyjum er mikill kraftur og metnaður í öllu skólasamfélaginu. Stefnt er að því að verða í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Við viljum gera enn betur! En þetta er ekki hægt án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang! Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun