Hvernig nesti fær þitt barn? Íris Róbertsdóttir skrifar 9. mars 2022 13:32 Í nýliðinni viku var haldin ráðstefnan „Læsi er lykill að menntun” og einnig málstofa á vegum nýstofnaðs Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um menntun og hugarfar. Læsi kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Læsi er lykill að öllu námi. Það að geta lesið sér til gagns er undirstaða þess að geta tekið virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Leik- og grunnskólinn er það jöfnunartæki sem við höfum til að nesta alla nemendur út í lífið með jöfn tækifæri. Ég veit að það er keppikefli allra að börnin okkar nýti skólaárin sem best og fái bestu mögulegu menntun. En það er einhversstaðar pottur brotinn og við erum ekki að nesta alla nemendur jafn vel út í lifið eftir sína skólagöngu. Þar hallar sérstaklega á drengi. Við getum gert betur sem samfélag og læsi og lestur er ekki bara á ábyrgð foreldra og kennara. Þetta kemur okkur öllum við. Það er frábært að finna þann mikla áhuga á læsi og skólamálum almennt sem er í samfélaginu. Ánægjulegt er að finna líka áhuga ráðamanna; tveir ráðherrar og forseti Íslands tóku þátt í ráðstefnunni. Staða menntunar í víðu samhengi er svo sannarlega á dagskrá, enda ein mikilvægasta undirstaðan í velmegun samfélagsins og velgengni einstaklinganna. Nú í aðdraganda sveitastjórnakosninga er mikilvægt að setja skólamálin raunverulega á dagskrá. Á Íslandi höfum við einstakt tækfæri. Við erum með leikskóla sem gegna lykilhlutverki í grunnmenntun og svo tekur við 10 ára grunnskólaganga. Nánast öll börn eru í leikskóla frá eins til tveggja ára aldri þannig að við höfum a.m.k 14 ár til að jafna tækfærin og nesta öll börnin út í lífið með góða færni. Þetta tækifæri verðum við að nota vel. Hlúa að mannauðnum í skólasamfélaginu, leita leiða að nýrri nálgun í samvinnu og sátt, nemendum og okkur öllum til heilla. Við þurfum að þora að fara nýjar leiðir og, já, það þarf að fylgja fjármagn. „Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum Fyrsta þróunar- og rannsóknarverkefnið, sem nýtt Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar fer í, er verkefnið ''Kveikjum neistann'' og fer fram í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er verkefni um að bæta árangur og líðan nemenda og er undir stjórn Hermundar Sigurmundssonar. Vestmannaeyjabær er þátttakandi í verkefninu bæði fjárhagslega og faglega. Skólasamfélagið okkar, starfsfólk á bæjarbókasafninu og fleira fagfólk er að vinna af áhuga og dugnaði að þessu verkefni. ''Kveikjum neistann'' er að vekja verðskuldaða athygli enda gríðarlega spennandi fyrir margra hluta sakir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og ég efast ekki um að það mun hafa áhrif til góðs fyrir nemendur og skólasamfélagið allt. Við viljum gera enn betur! Í Vestmannaeyjum höfum við undanfarin 3 ár lagt mikla áherslu á snemmtæka íhutun og fá leikskólar bæjarins fjármagn í því skyni sem er ekki tengt greiningum heldur hugsað til að grípa og aðstoða nemendur strax byggt á skimunum eða mati kennara. Það er mikilvægt því tíminn vinnur ekki með ungum nemendum í leikskóla sem þurfa að bíða eftir sérhæfðri aðstoð. Þetta er að skila sér í betri árangri og glaðari börnum! Í Vestmannaeyjum tókum við líka ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því það þarf að fylgja eftir slíkri innleiðingu. Markmiðið um eitt tæki á hvern nemanda náðist núna í febrúar. Framundan er skemmtilegt lærdómsferli í tækninni með sköpunargleði að leiðarljósi. Nemendur eru sammála því og sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Verið er að undirbúa nemendur fyrir „heim“ tækninnar. Í Vestmannaeyjum er mikill kraftur og metnaður í öllu skólasamfélaginu. Stefnt er að því að verða í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Við viljum gera enn betur! En þetta er ekki hægt án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang! Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var haldin ráðstefnan „Læsi er lykill að menntun” og einnig málstofa á vegum nýstofnaðs Rannsóknarseturs Háskóla Íslands um menntun og hugarfar. Læsi kemur okkur öllum við og er á ábyrgð okkar allra. Læsi er lykill að öllu námi. Það að geta lesið sér til gagns er undirstaða þess að geta tekið virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Leik- og grunnskólinn er það jöfnunartæki sem við höfum til að nesta alla nemendur út í lífið með jöfn tækifæri. Ég veit að það er keppikefli allra að börnin okkar nýti skólaárin sem best og fái bestu mögulegu menntun. En það er einhversstaðar pottur brotinn og við erum ekki að nesta alla nemendur jafn vel út í lifið eftir sína skólagöngu. Þar hallar sérstaklega á drengi. Við getum gert betur sem samfélag og læsi og lestur er ekki bara á ábyrgð foreldra og kennara. Þetta kemur okkur öllum við. Það er frábært að finna þann mikla áhuga á læsi og skólamálum almennt sem er í samfélaginu. Ánægjulegt er að finna líka áhuga ráðamanna; tveir ráðherrar og forseti Íslands tóku þátt í ráðstefnunni. Staða menntunar í víðu samhengi er svo sannarlega á dagskrá, enda ein mikilvægasta undirstaðan í velmegun samfélagsins og velgengni einstaklinganna. Nú í aðdraganda sveitastjórnakosninga er mikilvægt að setja skólamálin raunverulega á dagskrá. Á Íslandi höfum við einstakt tækfæri. Við erum með leikskóla sem gegna lykilhlutverki í grunnmenntun og svo tekur við 10 ára grunnskólaganga. Nánast öll börn eru í leikskóla frá eins til tveggja ára aldri þannig að við höfum a.m.k 14 ár til að jafna tækfærin og nesta öll börnin út í lífið með góða færni. Þetta tækifæri verðum við að nota vel. Hlúa að mannauðnum í skólasamfélaginu, leita leiða að nýrri nálgun í samvinnu og sátt, nemendum og okkur öllum til heilla. Við þurfum að þora að fara nýjar leiðir og, já, það þarf að fylgja fjármagn. „Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum Fyrsta þróunar- og rannsóknarverkefnið, sem nýtt Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar fer í, er verkefnið ''Kveikjum neistann'' og fer fram í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þetta er verkefni um að bæta árangur og líðan nemenda og er undir stjórn Hermundar Sigurmundssonar. Vestmannaeyjabær er þátttakandi í verkefninu bæði fjárhagslega og faglega. Skólasamfélagið okkar, starfsfólk á bæjarbókasafninu og fleira fagfólk er að vinna af áhuga og dugnaði að þessu verkefni. ''Kveikjum neistann'' er að vekja verðskuldaða athygli enda gríðarlega spennandi fyrir margra hluta sakir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu og ég efast ekki um að það mun hafa áhrif til góðs fyrir nemendur og skólasamfélagið allt. Við viljum gera enn betur! Í Vestmannaeyjum höfum við undanfarin 3 ár lagt mikla áherslu á snemmtæka íhutun og fá leikskólar bæjarins fjármagn í því skyni sem er ekki tengt greiningum heldur hugsað til að grípa og aðstoða nemendur strax byggt á skimunum eða mati kennara. Það er mikilvægt því tíminn vinnur ekki með ungum nemendum í leikskóla sem þurfa að bíða eftir sérhæfðri aðstoð. Þetta er að skila sér í betri árangri og glaðari börnum! Í Vestmannaeyjum tókum við líka ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því það þarf að fylgja eftir slíkri innleiðingu. Markmiðið um eitt tæki á hvern nemanda náðist núna í febrúar. Framundan er skemmtilegt lærdómsferli í tækninni með sköpunargleði að leiðarljósi. Nemendur eru sammála því og sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Verið er að undirbúa nemendur fyrir „heim“ tækninnar. Í Vestmannaeyjum er mikill kraftur og metnaður í öllu skólasamfélaginu. Stefnt er að því að verða í fremstu röð og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir að því markmiði. Við viljum gera enn betur! En þetta er ekki hægt án alls þess mannauðs og áhuga sem er í skólunum; og hjá foreldrum og samfélaginu öllu sem hafa tekið höndum saman og sett öflugt skólastarf í forgang! Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun