Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 8. mars 2022 15:08 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/ANdrew Harnik Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir hætti öllum kaupum á olíu og gasi frá Rússlandi. Á sama tíma og hinar ýmsu efnahagsþvinganir hafa bitið Rússa halda greiðslur vegna jarðefnaeldseytis áfram að flæða til landsins. Ekki er talið að Evrópuþjóðir muni taka þátt í aðgerðunum þar sem samstaða hafi ekki náðst um málið. Breska ríkisstjórnin verður sömuleiðis með blaðamannafund um klukkan 16 þar sem búist er við því að stjórnvöld muni kynna hvernig þau hyggist draga úr innflutningi á rússnesku olíu og gasi til lengri tíma. Samkvæmt opinberum gögnum fluttu Bandaríkjamenn inn um 200 milljón olíutunnur frá Rússlandi árið 2020. Reiknað er með að ríkisstjórn Joe Biden muni kynna innflutningsbann á olíu, gas og kol frá Rússlandi á næstu sólarhringum. Ljóst er að slík aðgerð gæti þýtt verulegt högg fyrir Rússa. Margar Evrópuþjóðir reiða sig verulega innflutning á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Til að mynda stendur rússneskt gas undir fjórðungi af orkunotkun Ungverjalands, 22% í Slóvakíu, 17% í Moldóvu, 15% í Austurríki og 14% í Þýskalandi. Vilja hafa Evrópu með „Við erum að ræða við félaga okkar í Evrópu um möguleikann á samrýmdum aðgerðum varðandi bann á innflutningi á rússneskri olíu. Við viljum tryggja að það sé nægt framboð af olíu á heimsmarkaði. Viðræður eru í gangi,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við CNN í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hefur stutt hugmyndir er varða innflutningsbann á rússneskri olíu. Hún segir útflutning Rússa vera að fjármagna stríðsrekstur þeirra. Getgátur eru á lofti um að Bandaríkjamenn sjái möguleikann á því að Venesúela geti orðið þeim úti um olíu ef innflutningsbann verður sett á olíu frá Rússlandi. Venesúela framleiðir mikið magn af olíu á ári hverju og er í tólfta sæti yfir þau ríki sem framleiða mesta olíu í heiminum. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í málefnum Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Bensín og olía Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira