Orra Björnsson til forystu í Hafnarfirði Svavar Halldórsson skrifar 4. mars 2022 12:01 Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að því minni sem samfélögin eru, þeim mun meira máli skipti hver einstaklingur. Að mati undirritaðs er mikill sannleikur fólgin í þessari gömlu speki. Við Hafnfirðingar erum svo heppin að hafa átt fjölmarga einstaklinga sem skarað hafa fram úr á mörgum sviðum; íþróttum, viðskiptum, kvikmyndagerð, tónlist, mótun skólastefnu, gríni og ýmsu fleiru. Þetta fólk hefur auðgað samfélagið okkar með framlögum sínum. Við hin erum stolt af þeim. Öflugur og afkastamikill Einn þessara einstaklinga er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Hann hefur farsællega leitt uppbyggingu þessa öfluga fyrirtækis sem ratað hefur í fréttir að undanförnu vegna fjögurra milljarða króna stækkunar sem komin er vel á veg og skapar fjölda starfa í miðri Kóvíd kreppu. Atorka og frumkvöðlakraftur Orra hefur drifið verkefnið áfram og nú er svo komið að fyrirtækið er metið á 25 milljarða. Orri býr yfir þeim mikilvæga eiginleika að afkasta meiru eftir því sem álagið vex, en Orri hefur innt með sóma af hendi störf sín ýmsum nefndum, stjórnum og ráðum fyrir Hafnarfjörð, á sama tíma og hann hefur leitt uppbyggingu Algalífs. Alþjóðlegt sjónarhorn Leiðir okkar Orra lágu fyrst saman í gegnum ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Vinskapur okkar hefur haldist æ síðan þótt hann hafi búið og starfað í Búlgaríu, Kenía og Noregi, þar sem hann leiddi meðal annars ýmis verkefni í lyfja- og líftæknigeirunum. Hann var einnig um tíma sérstakur ráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Orri er heill og sannur, heiðarlegur, sannsögull og fylginn sér. Svoleiðis fólk er gott að velja til trúnaðarstarfa fyrir samfélagið. Þess vegna hefur hann valist til til forystu alþjóðlegra verkefna sem hafa skilað honum víðsýni sem nýst getur Hafnfirðingum. Þekking úr atvinnulífinu Reynsla Orra Björnssonar úr viðskiptum og víðtæk tengsl við verðmætaskapandi nýsköpunarfyrirtæki hafa verið honum haldgott veganesti í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér fyrir samfélagið sem einn af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í mörg. Áherslur hans varðandi ráðdeildarsemi og skynsamlega meðferð fjármuna hafa átt sinn þátt í því að tekist hefur að byggja upp góða þjónustu við bæjarbúa um leið og gætt er að fjárhagslegum stoðum sveitarfélagsins. Skilningur á íþróttum og æskulýðsstarfi Bakgrunnur hans sem afreksíþróttamaður veitir honum dýrmæta innsýn og hann hefur sýnt það í verki að hann styður heilshugar uppbyggingu á öflugu íþrótta-, menningar- og skólastarfi í bænum. Í gegnum áralanga vináttu veit ég líka að Orri er maður orð sinna. Orri Björnsson er einn af þessum einstaklingum sem skipta sköpum í samfélaginu. Slíkt fólk er afar mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga Ég hvet því alla Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að setja Orra í 2. sætið í prófkjörinu um helgina. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun