Þórir tilnefndur sem besti þjálfari heims Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2022 16:00 Þórir Hergeirsson fagnar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á HM á Spáni í desember. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur tilkynnt um tilnefningar til bestu þjálfara og leikmanna heims árið 2021 og einn Íslendingur er þar á meðal. Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi
Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn
Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don
Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira