Þórir tilnefndur sem besti þjálfari heims Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2022 16:00 Þórir Hergeirsson fagnar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á HM á Spáni í desember. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur tilkynnt um tilnefningar til bestu þjálfara og leikmanna heims árið 2021 og einn Íslendingur er þar á meðal. Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Þórir Hergeirsson er einn af fimm þjálfurum í handbolta kvenna sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins. Á vef IHF er honum lýst sem einum mesta handboltahugsuði frá upphafi sem þjálfað hafi í handbolta kvenna. Þórir, sem er 57 ára gamall, náði mögnuðum árangri með norska landsliðinu á síðasta ári þegar liðið varð heimsmeistari án þess að tapa einum einasta leik. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Raunar tapaði Noregur aðeins einum leik allt síðasta ár, gegn Rússum í undanúrslitum Ólympíuleikanna. Noregur vann brons á leikunum. Þórir hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009 og unnið til þrettán verðlauna á stórmótum síðan þá. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta kvenna: Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi Tilkynnt verður um sigurvegara 28. mars en handboltaáhugafólk um allan heim mun geta tekið þátt í kjörinu frá og með 7. mars. IHF hefur einnig birt tilnefningar til þjálfara ársins í karlaflokki, og til leikmanna ársins í karla- og kvennaflokki. Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar í fyrra, er ekki tilnefndur. Ómar Ingi varð einnig markakóngur á EM í janúar en það mót tilheyrir kosningunni á næsta ári. Tilnefningar til þjálfara ársins í handbolta karla: Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta kvenna: Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don Tilnefningar til leikmanns ársins í handbolta karla: Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
Ole Gustav Gjekstad – Vipers Kristiansand Þórir Hergeirsson – Noregur Jesper Jensen – Danmörk / Team Esbjerg Olivier Krumbholz – Frakkland Ambros Martin – Györi
Roberto Garcia Parrondo – Egyptaland / Melsungen (frá júlí 2021) Guillaume Gille – Frakkland Nikolaj Jacobsen – Danmörk Xavier Pascual – Barcelona (til júní 2021) / Dinamo Búkarest (frá júlí 2021) Jordi Ribera – Spánn
Kari Brattset Dale – Noregur / Györi Pauletta Foppa – Frakkland / Brest Stine Bredal Oftedal – Noregur / Györi Sandra Toft – Danmörk / Brest Grace Zaadi Deuna – Frakkland / Rostov-Don
Alex Dujshebaev – Spánn / Vive Kielce Ludovic Fabregas – Frakkland / Barcelona Mathias Gidsel – Danmörk / GOG Jim Gottfridsson – Svíþjóð / Flensburg Niklas Landin – Danmörk / Kiel
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira