Beina sjónum sínum að íbúðabyggð til að brjóta Úkraínumenn niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 07:27 Liðsmaður úkraínska varnarliðsins stendur vörð austan við Kænugarð. Þangað sækja rússneskar hersveitir en hefur gengið brösuglega. epa/Roman Pilipey Kænugarður virðist vera aðalskotmark rússneskra hersveita að sögn yfirmanna úkraínska hersins en harðar árásir hafa einnig verið gerðar á Kharkív og Mykolaív síðasta sólahring. Úkraínski herinn segir Rússa vinna að því að mynda „landgang“ frá Krím og inn í Úkraínu og að herþotur hafi gert árás á Kænugar og Zhytomyr sem komu frá flugvöllum í Hvíta Rússlandi. Í nýjustu stöðuskýrslu Úkraínumanna segir að varnaraðgerðir séu yfirstandandi í austurhluta Donetsk en höfuðáhersla sé lögð á að standa vörð um Maríupól. Þá er barist um borgina Chernihiv en Úkraínuher segist hafa tekist að hindra sókn Rússa frá Balaklia til Dnipropetrovsk. Herinn segist hafa mátt þola mikið mannfall og eyðileggingu ýmissa hergagna en að Rússar hafi sömuleiðis tapað 88 flugvélum og þyrlum. Í skýrslunni segir að þeir rússnesku hermenn sem hafi verið fangaðir hafi fengið aðhlynningu en ljóst sé að mórallinn sé afar lélegur meðal þeirra, meðal annars vegna harðrar mótspyrnu úkraínsku þjóðarinnar. Þetta rímar nokkuð vel við daglega skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, þar sem segir að styrkur andspyrnu Úkraínumanna hafi komið Rússum verulega á óvart. Þeir hafi brugðist við með því að beina árásum sínum gegn íbúðahverfum til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 06 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/xXx8qpSqRp #StandWithUkraine pic.twitter.com/nJjcTJTDtX— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 6, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Úkraínski herinn segir Rússa vinna að því að mynda „landgang“ frá Krím og inn í Úkraínu og að herþotur hafi gert árás á Kænugar og Zhytomyr sem komu frá flugvöllum í Hvíta Rússlandi. Í nýjustu stöðuskýrslu Úkraínumanna segir að varnaraðgerðir séu yfirstandandi í austurhluta Donetsk en höfuðáhersla sé lögð á að standa vörð um Maríupól. Þá er barist um borgina Chernihiv en Úkraínuher segist hafa tekist að hindra sókn Rússa frá Balaklia til Dnipropetrovsk. Herinn segist hafa mátt þola mikið mannfall og eyðileggingu ýmissa hergagna en að Rússar hafi sömuleiðis tapað 88 flugvélum og þyrlum. Í skýrslunni segir að þeir rússnesku hermenn sem hafi verið fangaðir hafi fengið aðhlynningu en ljóst sé að mórallinn sé afar lélegur meðal þeirra, meðal annars vegna harðrar mótspyrnu úkraínsku þjóðarinnar. Þetta rímar nokkuð vel við daglega skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, þar sem segir að styrkur andspyrnu Úkraínumanna hafi komið Rússum verulega á óvart. Þeir hafi brugðist við með því að beina árásum sínum gegn íbúðahverfum til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 06 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/xXx8qpSqRp #StandWithUkraine pic.twitter.com/nJjcTJTDtX— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 6, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bretland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira