„Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2022 11:00 Sebastian Alexandersson hefur tröllatrú á sínu liði. vísir/vilhelm Þrátt fyrir HK hafi aðeins unnið einn leik í Olís-deild karla í vetur hefur Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, mikla trú á sínum mönnum. Hann segir að ef HK væri með einn reynslumikinn leikmann eins og Ásbjörn Friðriksson væri liðið í efri hluta deildarinnar. HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01
„Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30
„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti