„Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2022 11:00 Sebastian Alexandersson hefur tröllatrú á sínu liði. vísir/vilhelm Þrátt fyrir HK hafi aðeins unnið einn leik í Olís-deild karla í vetur hefur Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, mikla trú á sínum mönnum. Hann segir að ef HK væri með einn reynslumikinn leikmann eins og Ásbjörn Friðriksson væri liðið í efri hluta deildarinnar. HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01
„Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30
„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35