Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 23:30 Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir málið óásættanlegt. Vísir/Egill/Aðsend Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. Teitur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hyggist segja af sér í fyrramálið. Ákvörðunina hefur hann ekki tilkynnt samflokksmönnum sínum formlega en uppsagnarbréf er í smíðum. Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. Lóðirnar sem um ræðir standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. Lausn borgarinnar felst í því að lengja lagaleg lóðamörk íbúanna um þrjá metra inn á túnið, en taka af þeim svæðið sem það hefur „haft í fóstri“ undanfarna áratugi. Fyrirhugaðar breytingar voru til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Teitur segist ekki geta staðið undir þessum málalyktum og hyggst hann því segja af sér. Frá og með morgundeginum verður hann því ekki varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna. „Þetta er svo yfirgengilegt og þá get ég alveg eins hugsað: Á ég að sækja um að taka í fóstur hluta úr Laugardalnum? Eða til dæmis úr Hljómskálagarðinum, á ég kannski að taka hundrað fermetra í fóstur þar? Bíða svo í þrjátíu ár og fara síðan að semja við borgina? Og fá þarna fullt af peningum fyrir? Þetta er svívirðilegt,“ segir Teitur. Hann segir að meirihlutinn stilli málinu upp sem einhverri sátt en því fari fjarri lagi. Samflokksmenn hans séu langt frá því að vera einróma með ráðstöfun borgarinnar. Margir innan Samfylkingarinnar séu bæði sárir og bitrir yfir málalokunum. „Lóðaverð þarna er sennilega með því hæsta sem gerist á Íslandi. Það er bara þannig. Og þó að þetta sé garður þá er samt alveg rosalegt value í þessu. Bara eftir þetta, þá er eignaverðið á þessum eignum búið að aukast um nokkrar milljónir fyrir ríkasta fólkið í Vesturbænum - á kostnað krakka og hundafólks sem er búið að hittast þarna ár eftir ár. Þetta er skammarlegt,“ segir Teitur. Tilfinning Teits er sú að borgin hafi ekki þorað að leysa málið með formlegum hætti. Hann hafi hingað til staðið í þeirri trú að borgaryfirvöld hygðust skikka lóðaeigendur til að rífa niður girðingarnar, sem náð hafa inn á borgarlandið, en sú hafi ekki verið raunin. „Ef það á að leysa þetta mál og ef það stefndi í einhver málaferli, þá eiga þau að fara í málaferli. Við eigum ekki að semja um svona mál. Ég er búinn að vera með augun á þessu mjög lengi, þessum landþjófnaði ríka fólksins, og mér var alltaf tjáð að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er ekkert hægt að koma svona fram við fólk og við eigendur þessa almannarýmis. Við erum að fara að gefa ríkasta fólki í borginni þessa lóð. Það er ekki eins og þetta fólk vanti pening. Núna verða þau aðeins ríkari.“ Teitur segist einfaldlega ekki geta staðið með ráðstöfunininni og hættir því sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar: „Ég get ekki stutt þetta. Það er bara útilokað.“ Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sundlaugar Borgarstjórn Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Teitur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hyggist segja af sér í fyrramálið. Ákvörðunina hefur hann ekki tilkynnt samflokksmönnum sínum formlega en uppsagnarbréf er í smíðum. Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. Lóðirnar sem um ræðir standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. Lausn borgarinnar felst í því að lengja lagaleg lóðamörk íbúanna um þrjá metra inn á túnið, en taka af þeim svæðið sem það hefur „haft í fóstri“ undanfarna áratugi. Fyrirhugaðar breytingar voru til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Teitur segist ekki geta staðið undir þessum málalyktum og hyggst hann því segja af sér. Frá og með morgundeginum verður hann því ekki varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna. „Þetta er svo yfirgengilegt og þá get ég alveg eins hugsað: Á ég að sækja um að taka í fóstur hluta úr Laugardalnum? Eða til dæmis úr Hljómskálagarðinum, á ég kannski að taka hundrað fermetra í fóstur þar? Bíða svo í þrjátíu ár og fara síðan að semja við borgina? Og fá þarna fullt af peningum fyrir? Þetta er svívirðilegt,“ segir Teitur. Hann segir að meirihlutinn stilli málinu upp sem einhverri sátt en því fari fjarri lagi. Samflokksmenn hans séu langt frá því að vera einróma með ráðstöfun borgarinnar. Margir innan Samfylkingarinnar séu bæði sárir og bitrir yfir málalokunum. „Lóðaverð þarna er sennilega með því hæsta sem gerist á Íslandi. Það er bara þannig. Og þó að þetta sé garður þá er samt alveg rosalegt value í þessu. Bara eftir þetta, þá er eignaverðið á þessum eignum búið að aukast um nokkrar milljónir fyrir ríkasta fólkið í Vesturbænum - á kostnað krakka og hundafólks sem er búið að hittast þarna ár eftir ár. Þetta er skammarlegt,“ segir Teitur. Tilfinning Teits er sú að borgin hafi ekki þorað að leysa málið með formlegum hætti. Hann hafi hingað til staðið í þeirri trú að borgaryfirvöld hygðust skikka lóðaeigendur til að rífa niður girðingarnar, sem náð hafa inn á borgarlandið, en sú hafi ekki verið raunin. „Ef það á að leysa þetta mál og ef það stefndi í einhver málaferli, þá eiga þau að fara í málaferli. Við eigum ekki að semja um svona mál. Ég er búinn að vera með augun á þessu mjög lengi, þessum landþjófnaði ríka fólksins, og mér var alltaf tjáð að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er ekkert hægt að koma svona fram við fólk og við eigendur þessa almannarýmis. Við erum að fara að gefa ríkasta fólki í borginni þessa lóð. Það er ekki eins og þetta fólk vanti pening. Núna verða þau aðeins ríkari.“ Teitur segist einfaldlega ekki geta staðið með ráðstöfunininni og hættir því sem varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar: „Ég get ekki stutt þetta. Það er bara útilokað.“
Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sundlaugar Borgarstjórn Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Mest lesið Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld. 1. mars 2022 21:51
Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00