Auðlindarenta og hagkvæmni – Íslenski sjávarútvegurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. febrúar 2022 08:01 Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun