Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 22:01 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/Einar/Stöð2 Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún. Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún.
Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira