Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 22:01 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/Einar/Stöð2 Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún. Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún.
Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira