Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 06:49 Volódímír Selenskíj forseti Úkraínu telur markmið Rússa að fella þjóðhöfðingjann - sig. AP/Ukrainian Presidential Press Office Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20
NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14
Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00