Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 06:49 Volódímír Selenskíj forseti Úkraínu telur markmið Rússa að fella þjóðhöfðingjann - sig. AP/Ukrainian Presidential Press Office Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20
NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14
Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00