Konur til áhrifa í sjávarútvegi Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 19:01 Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt? Jafnréttismál í forgrunni ákvarðanatöku Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) hefur nú í annað sinn haft forgöngu um rannsókn meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja með það að markmiði að afla betri upplýsinga um stöðu kvenna innan þessarar mikilvægu greinar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í dag í opnu streymi á síðu KIS og ég fékk þann heiður að flytja ávarp. Þetta er mikilvægt framtak hjá KIS því rannsóknir styðja við ákvarðanir okkar stjórnmálamanna. Þessi rannsókn rímar afar vel við þá áherslu ríkisstjórnarinnar að hafa jafnréttismál áfram í forgrunni við ákvarðanatöku. Þetta styður við mín feminísku markmið í starfi og í lífinu öllu og ég mun að sjálfsögðu leggja mikla áherslu á að vinna að auknu jafnrétti innan sjávarútvegs og tengdra greina í nýju ráðuneyti matvæla. Þessi rannsókn nýtist mér sem tól í því verkefni. Byggja þarf á traustum gögnum til að auka jafnrétti Þótt enn eimi eftir af karllægri slagsíðu í sjávarútvegi þá sjáum við konur hasla sér völl í greininni í auknum mæli. En betur má ef duga skal og eitt af þeim verkefnum sem ég mun leggja áherslu á er að bæta enn frekar gögn og upplýsingar um stöðu kvenna innan greinarinnar. Því ef það á að ráðast í aðgerðir til að bæta stöðu kvenna þá er nauðsynlegt að byggja þær á góðum og traustum grunni. Það kann að virðast snúið að meta áhrif frumvarps - um til að mynda sandkola á jafnrétti. En til þess að gera það, þarf að setja upp félagsleg gleraugu, kynjagleraugu. Hvaða áhrif hefur þetta á atvinnu? Hvaða áhrif hefur ákvörðun á félagslega stöðu kvenna víða um land? Með því að setja upp félagsleg gleraugu jafnréttis má horfa á öll mál í nýju ljósi. Það hef ég tamið mér í mínum störfum hingað til og það mun gera áfram. Niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru í morgun eru mikilvægar fyrir okkur öll. Við þurfum að vita á hvaða grunni við stöndum til að greina betur í hvaða átt við viljum stefna. Við þurfum að vita hvar við stöndum höllum fæti svo við getum greint betur sóknarfærin. Í rannsókninni koma fram mjög áhugaverðar niðurstöður. Það kemur t.d. í ljós, þótt það komi því miður ekki á óvart, að of mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs hafa enga konu í stjórnendateyminu. Fjölbreyttir vinnustaðir eru betri vinnustaðir Þetta skiptir máli, því það er mikilvægt og dýrmætt fyrir okkur í öllum kimum samfélagsins að fagna fjölbreytileikanum og mismuna aldrei fólki. Það er nauðsynlegt að brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fyrir okkur öll, hvort sem við erum karl, kona eða kynsegin. Ef við brjótum niður þessi heimatilbúnu kerfi okkar verða vinnustaðir líka betri og eftirsóttari og ef orðspor vinnustaðarins er gott, gengur betur að laða til sín gott fólk. Verkefnið fram undan er að auka verðmæti auðlindanna enn frekar og tryggja það að við getum áfram nýtt auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti og nýtt hugmyndaauðgi karla og kvenna til frekari framþróunar á þessu sviði. Ég óska félagi kvenna í sjávarútvegi til hamingju með áhugaverða rannsókn og þá forgöngu sem félagið hefur haft um að auka skilning og afla gagna um stöðu kvenna innan atvinnugreinarinnar. Það veitir mér innblástur að skynja þennan kraft kvenna í matvælatengdri starfsemi. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar