Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka ríkt fólk Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um. Áhersla stjórnvalda á að veita ríku fólki skattaafslætti leiðir til þess að gjaldtaka á sér stað þar sem hún ætti alls ekki að vera. Það kostar fyrir börn að borða í skólanum, það kostar fyrir börn að fara í sund, það kostar fyrir börn að fara í strætó. Nýjasta útspilið birtist okkur í því að strætó árskort barna á aldrinum 12-17 ára var hækkað frá 25.000 krónum upp í 40.000 þúsund krónur. Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka fjármagnseigendur. Það er ekki eðlilegt að fólk sem hafi tekjur sínar að mestu leyti af fjármagni greiði lítið, jafnvel ekkert til sveitarfélagsins sem það býr í. Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Börn eiga að geta mætt í skólann án þess að hafa áhyggjur af því hvort búið sé að greiða fyrir mataráskriftina. Þau eiga að geta sest niður við borðið ásamt skólafélögum sínum og notið þess að borða. Við eigum ekki að vera með afsláttakerfi fyrir sum börn eða bjóða fátækum börnum upp á frían mat heldur á gjaldtaka ekki að fara fram innan veggja skólans. Við eigum ekki að senda ógreidda matarreikninga til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á fátækt foreldra og forráðamanna. Við eigum ekki að búa til skólaumhverfi þar sem börn læra að sum megi borða og önnur ekki. Finnland hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsar skólamáltíðir þar sem bent hefur verið á að þetta gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Hér er vert að nefna að við vitum aldrei nákvæmlega hverjar aðstæður barna eru og nauðsynlegt er að skólinn sé ekki enn einn staður samfélagsins sem leitist við að ala upp kostnaðarvitund í börnum. Sameiginlegir sjóðir eiga að greiða fyrir þá þjónustu sem fer fram inni í skólanum og ásæða þess að þeir standa ekki nógu sterkt til að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu er vegna þess að hinir allra auðugustu eru undanþegnir því að greiða í sameiginlega sjóði. Lögum það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og borgarfulltrúi sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Skattar og tollar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um. Áhersla stjórnvalda á að veita ríku fólki skattaafslætti leiðir til þess að gjaldtaka á sér stað þar sem hún ætti alls ekki að vera. Það kostar fyrir börn að borða í skólanum, það kostar fyrir börn að fara í sund, það kostar fyrir börn að fara í strætó. Nýjasta útspilið birtist okkur í því að strætó árskort barna á aldrinum 12-17 ára var hækkað frá 25.000 krónum upp í 40.000 þúsund krónur. Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka fjármagnseigendur. Það er ekki eðlilegt að fólk sem hafi tekjur sínar að mestu leyti af fjármagni greiði lítið, jafnvel ekkert til sveitarfélagsins sem það býr í. Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Börn eiga að geta mætt í skólann án þess að hafa áhyggjur af því hvort búið sé að greiða fyrir mataráskriftina. Þau eiga að geta sest niður við borðið ásamt skólafélögum sínum og notið þess að borða. Við eigum ekki að vera með afsláttakerfi fyrir sum börn eða bjóða fátækum börnum upp á frían mat heldur á gjaldtaka ekki að fara fram innan veggja skólans. Við eigum ekki að senda ógreidda matarreikninga til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á fátækt foreldra og forráðamanna. Við eigum ekki að búa til skólaumhverfi þar sem börn læra að sum megi borða og önnur ekki. Finnland hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsar skólamáltíðir þar sem bent hefur verið á að þetta gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Hér er vert að nefna að við vitum aldrei nákvæmlega hverjar aðstæður barna eru og nauðsynlegt er að skólinn sé ekki enn einn staður samfélagsins sem leitist við að ala upp kostnaðarvitund í börnum. Sameiginlegir sjóðir eiga að greiða fyrir þá þjónustu sem fer fram inni í skólanum og ásæða þess að þeir standa ekki nógu sterkt til að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu er vegna þess að hinir allra auðugustu eru undanþegnir því að greiða í sameiginlega sjóði. Lögum það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og borgarfulltrúi sósíalista.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun