Börn eru ekki súlurit á tölvuskjá! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:30 Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Réttindi barna Geðheilbrigði Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best. Fyrsta verkið var óundirbúin fyrirspurn mín um börnin sem bíða. Börnin sem í hundruðum talið bíða eftir sálfræðiþjónustu og annarri fagþjónustu sem er til þess fallin að hjálpa þeim að líða betur. Spurningunni var beint til hæstvirts mennta- og barnamálaráðherra sem fulltrúa barnamála í ríkisstjórninni. Biðlistar barna eftir fagþjónustu hjá stofnunum ríkisins eins og Þroska og hegðunarstöð, Greiningar- og ráðgjafarstöð og BUGL eru í sögulegu hámarki. Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir þeirri þjónustu sem um ræðir. Þúsundir barna eyða stórum hluta æsku sinnar á biðlistum. Sem dæmi biðu í lok árs 2021 77 börn eftir göngudeildarþjónustu á BUGL, 39 börn eftir Transteymi og 17 börn eftir Átröskunarteyminu. Af þessum börnum hafa 95 beðið lengur en 3 mánuði. Rannsóknir og skýrslu sýna niðurstöður um vaxandi vanlíðan barna. Það er mikið áhyggjuefni. Vaxandi vanlíðan barna var áhyggjuefni fyrir Covid en hefur nú versnað enn frekar. Spurningin var þessi: Hefur hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra látið kanna hvernig börnin á biðlistanum eru stödd tilfinninga- og félagslega, sérstaklega þau sem hafa beðið eftir fagþjónustu í marga mánuði eða jafnvel ár? Hefur verið rætt við börnin sjálf sem eru á biðlistanum og foreldra þeirra um hvernig þau eru að höndla biðina? Ef ekki, hefur ráðherra áhuga á að ráðast í slíka úttekt? Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að vandi barna, sem fá ekki viðhlítandi sálfræði- og geðlæknaþjónustu, er líklegur til að vaxa. Barn, sem þarf að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu vegna andlegrar vanlíðunar, er í mun meiri áhættu á að grípa til örþrifaráða eins og sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana. Á meðan á langri bið stendur getur mál sem flokkað er að „þoli bið“ orðið að bráðamáli. Fullvíst er að þegar mál er orðið að bráðamáli hefur vandinn átt sér aðdraganda og fengið að krauma á meðan á bið eftir þjónustu stendur. Bið getur kostað líf og því miður hefur það jafnvel raungerst. Ráðherra svaraði svona (orðrétt af vef Alþingis): Svar ráðherra var hvorki já né nei en hann fullyrti að mikið væri búið að gera í þessum málaflokki og margt fleira biði. „Mikil grunnvinna hafi farið fram á milli heilbrigðisráðuneytis og þáverandi félagsmálaráðuneytis og að þetta væri hluti af við grundvallarskipulagsbreytingar í málefnum barna vegna þess að allt eru þetta þriðja stigs úrræði og það sem við reiknum með er að þegar við innleiðum farsældarlöggjöfina, með aukna áherslu á fyrsta og annars stigs úrræði, muni að einhverju leyti draga úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði, auk þess sem aukið samtal á milli kerfa mun líka draga úr þrýstingnum þarna á. En þarna þarf að bregðast við. Við höfum verið með vinnu í gangi við það og ég vænti þess að við förum að sjá aðgerðir koma fram í því efni. En missum ekki sjónar á því að það er mikilvægt að bregðast við áfram á fyrsta og öðru stigi vegna þess að til lengri tíma dregur það úr þörfinni fyrir þriðja stigs úrræði.“ Þá vitum við það en á meðan bíða börnin og biðlistar lengjast með hverjum degi. Við það er ekki hægt að una Höfundur er varaþingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun