Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Mikill vatnselgur hefur fylgt óveðrinu. Vísir/Egill Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“ Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“
Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira