Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Mikill vatnselgur hefur fylgt óveðrinu. Vísir/Egill Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“ Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vitlaust veður hefur gengið yfir landið síðasta sólarhring eða svo og valdið tjónið víða. Staðan í Vestmannaeyjum er þó hvað þyngst þessa stundina. „Staðan er Vestmannaeyjum er bara mjög erfið. Þar er rafmagnslaust og keyrt á varaafli sem dugar ekki nema fyrir lítinn hluta bæjarins. Þar er farið að kólna í húsum. Það er orðið kalt í skólum og leikskólum. Matvöruverslanir eru rafmagnslausar og geta ekki afgreitt. Það var ekki hægt að vera með heitan hádegismat fyrir börnin í skólunum og ýmislegt,“ sagði Víðir. Veðrið hefur valdið miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Áhrifin þessa eru mest í Eyjum. „Það er sá staður sem við erum að horfa á núna. Það er verið að reyna að gera allt sem hægt er til að koma rafmagni þangað. Það eru bilanir í mörgum línum í flutningskerfinu sem valda þessu að rafmagnið er ekki nóg til að keyra bæinn. Það er staðan þar,“ sagði Víðir. Reynt verður síðar í dag að losa fjölda bíla sem festust á Hellisheiði og í Þrengslunum í gærkvöldi. Erfiðlega gengur að moka vegina þar fyrir bílunum sem sitja fastir. „Það er verið flytja eitthvað af bílum með kranabílum frá til þess að koma snjóruðningstækjunum. Gríðarlegt verk að moka og þessir bílar tefja þetta mjög mikið. Það er verið að reyna að finna leiðir til þess að komast framhjá þeim og svo að færa þá bíla sem eru algjörlega fyrir. Síðan verður farið í það seinna í dag að gera eigendum kleyft að sækja bílana,“ sagði Víðir. Staðan á Þrengslavegamótum klukkan 12:40 í dag. Pikkfastir og veðurbarnir bílar sem skildir voru eftir í gær.Vegagerðin Hann segir veðurspár hafa gengið nánast alveg eftir. „Þetta hefur gengið nánast alveg eftir. Þetta var spurning um í hvaða formi úrkoman var fyrst og fremst en vindhraðinn var eins og hafði verið spáð,“ sagði Víðir. Eins og sjá má eru bílarnir pikkfastir.Vegagerðin Landsmenn eru ef til vill orðnir þreyttir á veðurhami síðustu vikna. Það virðist þó ekki ætla að verða lát á komu lægða til landsins. „Nei, ég held að það séu bara fleiri lægðir á leiðinni. Það fer að snjóa í Suðurlandi í kvöld og svo koma lægðirnar ein af annari sýnist okkur.“
Veður Vestmannaeyjar Samgöngur Orkumál Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira