Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 11:20 Víða er bensínlítrinn kominn vel yfir 270 krónur. Getty/Tom Merton Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna. Ef tekið er mið af verðlagsþróun var bensínverð 75 krónum hærra að raunvirði árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptaráðs Íslands (VÍ). Ef þróun bensínverðs en borin saman við kaupmátt launa má einnig sjá hvort bensínverð hafi hækkað umfram kaupmátt launa að undanförnu. „Sé það skoðað má sjá að heimilin geta betur tekist á við hækkandi bensínverð þar sem ráðstöfunartekjur hafa hækkað umfram hækkanir á olíuverði síðustu ár. Til einföldunar má því segja að ef einstaklingur með meðalráðstöfunartekjur hefði varið þeim öllum í bensín fengi hann nú um 4.400 lítrar af bensíni fyrir, samanborið við 2.500 lítra árið 2012,“ segir í greiningu VÍ. Viðskiptaráð Íslands Meðaleyðsla dregist saman Á sama tíma hefur endurnýjun bílaflotans leitt til þess að meðaleyðsla bíla hefur dregist saman með árunum. Að sögn VÍ hefur hún minnkað um rúmlega þrjá lítra á hverja hundrað kílómetra á árunum 2010 til 2021. „Minni meðaleyðsla bíla í eigu heimilanna og raunlækkun bensínverðs síðustu tíu ár hefur því orðið til þess að núvirtur bensínkostnaður neytanda á hverja 100 kílómetra hefur, að meðaltali, dregist allverulega saman.“ Viðskiptaráð Íslands Sjá má verðþróun bensínverðs seinustu ára í mælaborði Gasvaktarinnar. Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Ef tekið er mið af verðlagsþróun var bensínverð 75 krónum hærra að raunvirði árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptaráðs Íslands (VÍ). Ef þróun bensínverðs en borin saman við kaupmátt launa má einnig sjá hvort bensínverð hafi hækkað umfram kaupmátt launa að undanförnu. „Sé það skoðað má sjá að heimilin geta betur tekist á við hækkandi bensínverð þar sem ráðstöfunartekjur hafa hækkað umfram hækkanir á olíuverði síðustu ár. Til einföldunar má því segja að ef einstaklingur með meðalráðstöfunartekjur hefði varið þeim öllum í bensín fengi hann nú um 4.400 lítrar af bensíni fyrir, samanborið við 2.500 lítra árið 2012,“ segir í greiningu VÍ. Viðskiptaráð Íslands Meðaleyðsla dregist saman Á sama tíma hefur endurnýjun bílaflotans leitt til þess að meðaleyðsla bíla hefur dregist saman með árunum. Að sögn VÍ hefur hún minnkað um rúmlega þrjá lítra á hverja hundrað kílómetra á árunum 2010 til 2021. „Minni meðaleyðsla bíla í eigu heimilanna og raunlækkun bensínverðs síðustu tíu ár hefur því orðið til þess að núvirtur bensínkostnaður neytanda á hverja 100 kílómetra hefur, að meðaltali, dregist allverulega saman.“ Viðskiptaráð Íslands Sjá má verðþróun bensínverðs seinustu ára í mælaborði Gasvaktarinnar.
Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40