Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 11:20 Víða er bensínlítrinn kominn vel yfir 270 krónur. Getty/Tom Merton Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna. Ef tekið er mið af verðlagsþróun var bensínverð 75 krónum hærra að raunvirði árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptaráðs Íslands (VÍ). Ef þróun bensínverðs en borin saman við kaupmátt launa má einnig sjá hvort bensínverð hafi hækkað umfram kaupmátt launa að undanförnu. „Sé það skoðað má sjá að heimilin geta betur tekist á við hækkandi bensínverð þar sem ráðstöfunartekjur hafa hækkað umfram hækkanir á olíuverði síðustu ár. Til einföldunar má því segja að ef einstaklingur með meðalráðstöfunartekjur hefði varið þeim öllum í bensín fengi hann nú um 4.400 lítrar af bensíni fyrir, samanborið við 2.500 lítra árið 2012,“ segir í greiningu VÍ. Viðskiptaráð Íslands Meðaleyðsla dregist saman Á sama tíma hefur endurnýjun bílaflotans leitt til þess að meðaleyðsla bíla hefur dregist saman með árunum. Að sögn VÍ hefur hún minnkað um rúmlega þrjá lítra á hverja hundrað kílómetra á árunum 2010 til 2021. „Minni meðaleyðsla bíla í eigu heimilanna og raunlækkun bensínverðs síðustu tíu ár hefur því orðið til þess að núvirtur bensínkostnaður neytanda á hverja 100 kílómetra hefur, að meðaltali, dregist allverulega saman.“ Viðskiptaráð Íslands Sjá má verðþróun bensínverðs seinustu ára í mælaborði Gasvaktarinnar. Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ef tekið er mið af verðlagsþróun var bensínverð 75 krónum hærra að raunvirði árið 2012. Þetta kemur fram í samantekt Viðskiptaráðs Íslands (VÍ). Ef þróun bensínverðs en borin saman við kaupmátt launa má einnig sjá hvort bensínverð hafi hækkað umfram kaupmátt launa að undanförnu. „Sé það skoðað má sjá að heimilin geta betur tekist á við hækkandi bensínverð þar sem ráðstöfunartekjur hafa hækkað umfram hækkanir á olíuverði síðustu ár. Til einföldunar má því segja að ef einstaklingur með meðalráðstöfunartekjur hefði varið þeim öllum í bensín fengi hann nú um 4.400 lítrar af bensíni fyrir, samanborið við 2.500 lítra árið 2012,“ segir í greiningu VÍ. Viðskiptaráð Íslands Meðaleyðsla dregist saman Á sama tíma hefur endurnýjun bílaflotans leitt til þess að meðaleyðsla bíla hefur dregist saman með árunum. Að sögn VÍ hefur hún minnkað um rúmlega þrjá lítra á hverja hundrað kílómetra á árunum 2010 til 2021. „Minni meðaleyðsla bíla í eigu heimilanna og raunlækkun bensínverðs síðustu tíu ár hefur því orðið til þess að núvirtur bensínkostnaður neytanda á hverja 100 kílómetra hefur, að meðaltali, dregist allverulega saman.“ Viðskiptaráð Íslands Sjá má verðþróun bensínverðs seinustu ára í mælaborði Gasvaktarinnar.
Bensín og olía Verðlag Tengdar fréttir Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014 Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 09:40