Hvað er HPV? Hrafnhildur Grímsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 10:30 Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun