Innlent

Fá­rán­­­legt að HSS hafi nýtt sér lækna­­­leigu sem yfir­­­­­læknirinn rak sjálfur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Friðjón er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann segir málefni HSS alfarið á ábyrgð heilbrigðisráðherra.
Friðjón er formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann segir málefni HSS alfarið á ábyrgð heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón

Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar.

Undan­farið höfum við fjallað um ó­á­nægju ýmissa íbúa með þjónustu Heil­brigðis­stofnunar Suður­nesja. Um það bil sjö­tti hver íbúi Suður­nesja sækir sér heil­brigðis­þjónustu í Reykja­vík og kvarta þeir margir yfir lélegri þjónustu, litlum áhuga lækna og of tíðum ranggreiningum á alvarlegum kvillum.

For­maður bæjar­ráðs í Reykja­nes­bæ vill kenna stjórnunar­vanda á spítalanum um lé­lega þjónustu sem margir upp­lifa.

„Númer tvö er það að læknarnir hérna hafa verið hluti af starfs­manna­leigu sem gerir það að rót­eringar á læknum er gríðar­leg. Fáir staldra við. Þannig við erum alltaf að hitta nýjan lækni í hvert skipti sem maður kemur hingað. Og þetta veldur bara miklum leiðindum og sam­fé­lagið hérna þarf að gjalda dá­lítið fyrir þetta að hafa ekki sinn eigin lækni,“ segir Frið­jón Einars­son, for­maður bæjar­ráðsins.

Undir­mönnun hefur lengi verið vanda­mál á HSS og þeir í­búar sem frétta­stofa hefur rætt við í vikunni kvarta allir yfir mikilli starfs­manna­veltu.

„Ef eini val­kosturinn að fá lækni er að fara í gegn um starfs­manna­leigu yfir­læknisins hérna á HSS þá er það náttúru­lega mjög döpur staða,“ segir Frið­jón.

HSS segir neikvæða umfjöllun rót vandans

Ekki hefur náðst í Markús Ingólf Ei­ríks­son, for­stjóra HSS, eða neinn í fram­kvæmda­stjórninni. Hún sendi þó frá sér yfir­lýsingu á Face­book í gær sem má lesa hér að neðan.

Í yfir­lýsingunni er ekki farið yfir nein þau at­riði sem ó­sáttir í­búar hafa kvartað yfir við okkur.

Þar segir hins vegar að „stofnunin hafi lengi starfað í eitruðu um­hverfi ó­mál­efna­legrar um­ræðu“ og að það sé ein helsta or­sök mönnunar­vandans.

„Í stað þess að vinna með stofnuninni hafa sumir valið að fara þá leið að gagn­rýna starfs­fólk hennar ó­mál­efna­lega og vinna þannig gagn­gert gegn upp­byggingu,“ segir í yfir­lýsingunni.

Bæjarstjórinn fengi ekki að reka starfsmannaleigu

Eftir því sem frétta­stofa kemst næst er um­rædd starfs­manna­leiga yfir­læknisins ekki lengur starfandi sem slík en samt sem áður er enn mikið um að læknar sem starfi á HSS fari sem verk­takar út á land.

Frið­jóni finnst þó galið að hitt fyrir­komu­lagið hafi verið látið við­gangast.

„Mér finnst þetta fá­rán­legt. Ég get ekki séð í anda að ef bæjar­stjórinn hjá Reykja­nes­bæ væri með starfs­manna­leigu og væri að skipta út fólki alla daga. Hann myndi ekki verða bæjar­stjóri lengi þá. Það er alveg ljóst,“ segir Frið­jón.


Tengdar fréttir

Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar

Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja með al­var­lega blæðingu eftir háls­kirtla­töku, er hætt að sækja heil­brigðis­þjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með að­gerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×