Styðjum frelsi blaðamanna Alexandra Briem skrifar 19. febrúar 2022 13:02 Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Fjölmiðlar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun