Styðjum frelsi blaðamanna Alexandra Briem skrifar 19. febrúar 2022 13:02 Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Fjölmiðlar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið þarfnast aðhalds og verndar. Það gerist ekki af sjálfu sér og það viðheldur sér ekki sjálft. Valdinu er eðlislægt að finnast lýðræði og réttindi þrengja að sér, finnst það óþægilegt að þurfa að pæla í því og geta ekki bara farið fram að vild eftir hentugleika. Í huga valdsins er það hvort eð er að gera það sem er rétt og gott, og þarfnast ekki þessa aðhalds. En það er rangt. Valdið er sjálft ekki rétti aðilinn til að meta það hvernig það fer með sín völd, hvar mörk lýðræðis og þeirra eigin takmarkanna beri að draga. Jafnvel þegar valdhafar meina raunverulega vel, þá þurfa þeir samt ytra aðhald. Bæði af því við vitum það ekki, af því þau sjá ekki alltaf áhrifin af því sem þau gera, og af því að þannig færast mörkin á því sem er viðsættanlegt utar og kannski kemur einhver seinna sem hefur verri meiningar. Við sáum dómsmálaráðherra nýlega kvarta undan því hvað það væri bagalegt að lögreglan þyrfti að fylgja lögum. Hann vill fá forvirkar rannsóknarheimildir í lög. Það er mjög svo sakleysislegt nafn fyrir mjög slæman hlut sem hefur verið mjög hættulegur í sögunni. Forvirkar rannsóknarheimildir eru rétturinn til að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks sem engar sannanir eða rökstuddur grunur eru fyrir að hafi gert neitt af sér, í þeirri von að finna sannanir um eitthvað. Það er heimild til að njósna um borgarana. Og þó það sé hægt að ímynda sér aðstæður þar sem það gæti komið í veg fyrir hættulega glæpi, þá er hættan sú að þessi heimild verði notuð fyrst til að koma höggi á þá sem flækjast fyrir þeim sem hafa þessar heimildir. Í sögunni hefur slíkum heimildum verið beint gegn andófsfólki, pólitískum andstæðingum og blaðamönnum. Það þarf ekki að vera meiningin, og það þarf ekki að vera að það gerist strax. En ef þetta skref er tekið er hættan komin til að vera. Og við sjáum þess skýr merki hvar áherslur réttarkerfisins eru í dag. Upp hefur komist um stórfellt svindl útvegsfyrirtækis í Namibíu, arðrán og mútur, skattaundanskot og grunur um morðtilraun. Milljarðar sem fyrirtækið græðir hafa farið í að halda úti áróðursmiðlum og stjórnmálaflokkum sem tala gegn því að breyta hlutunum, gegn því að sækja réttlæti gegn þeim sem gera svona. Og þessir peningar fara líka í að halda uppi skærudeild, sem leggur á ráðin um það hvernig megi afmynda sannleikann, afvegaleiða borgarana og réttarkerfið, þvinga blaðamenn til að hætta að rannsaka og segja frá og eyðileggja þeirra mannorð og trúverðugleika ef það gangi ekki. Þetta hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti. En íslenska réttarkerfið hefur meiri áhuga á því að sækja til saka þá sem sögðu frá. Blaðamennirnir sem sögðu okkur frá þessu hafa réttarstöðu sakbornings. Ég veit ekki til þess að neinn af yfirmönnum Samherja hafi þá réttarstöðu. Skilaboðin eru augljós, íí augum valdsins er glæpurinn að segja frá, að vera óþægileg, að búa til vesen fyrir þá sem fara með fé og völd. Það er augljóst að þessi ákæra heldur engu vatni. Í lögunum er sérstaklega tilgreint að þeim sé ekki ætlað að hefta frelsi blaðamanna. Og það er skýrt í lögum að blaðamönnum ber ekki að upplýsa hvaðan þeir hafi sínar upplýsingar eða uppljóstranir. Enda er ekki tilgangurinn að dæma þau í fangelsi endilega. Heldur bara að gera þeim lífið leitt. Kalla í yfirheyrslur, þjófkenna í fjölmiðlum, gera lítið úr þeim og þeirra störfum. Tilgangurinn er að gera starfið minna aðlaðandi, að fólk gefist upp og geri frekar eitthvað annað, að ungt fólk taki sér eitthvað annað og þægilegra fyrir hendur en rannsóknarblaðamennsku. Það er sama með rannsóknarheimildirnar forvirku. Það er ekki endilega tilgangurinn að stöðva glæpi, heldur að fólk upplifi að það gæti verið fylgst með því, að eitthvað lítið eða gleymt, eða eitthvað sem er saklaust en væri hægt að túlka harkalega gæti verið nýtt gegn því hvenær sem er, að það þurfi alltaf að vera að horfa yfir öxlina á sér. Að þreyta fólk. Að finna vopn sem væri hægt að nota gegn því. Það er ekki lýðræðislegt. Í dag þarfnast lýðræðið aðhalds. Það þarf að fara og vökva það og hlúa að því. Í dag klukkan 14 á Austurvelli skulum við mæta og sýna samstöðu með frelsi fjölmiðla. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun