Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru Steinunn Þórðardóttir og Hjördís Ásta Guðmundsdóttir skrifa 18. febrúar 2022 12:31 Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Innflytjendamál Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis (sjá: https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/umsogn-li-og-fl-um-drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-utlendingalog) gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi: Lögreglu er heimilt að skylda útlending til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn ef nauðsynlegt þykir til að tryggja framkvæmd þegar tekin hefur verið ákvörðun um að hann skuli yfirgefa landið. Með heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er átt við mat á einstaklingi sem viðurkenndur heilbrigðisstarfsmaður framkvæmir eða annar aðili sem er til þess bær að ákvarða heilbrigðisástand viðkomandi, m.a. til að meta hvort hann sé nægilega hraustur til að geta ferðast eða skapi hugsanlega hættu fyrir heilbrigði annars fólks. Skoðunin getur náð yfir athugun heilbrigðisskjala sem og líkamsskoðun eftir því sem réttlætanlegt er miðað við aðstæður í hverju tilviki, s.s. með töku blóð- og þvagsýna og önnur lífsýni úr viðkomandi og rannsaka þau, svo og að framkvæma á honum aðra þá líkamsrannsókn sem þörf er á til að tryggja framkvæmd ákvörðunar og gerð verður honum að meinalausu. Neiti útlendingur að undirgangast heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn er lögreglu heimilt að bera kröfu um skylduna fyrir dómara. Um slíka meðferð máls vísast til XV. kafla laga um meðferð sakamála. Dómara er heimilt að ákveða að fyrirmæli skv. 1. mgr. gildi þar til ákvörðun hefur verið framkvæmd en þó ekki lengur en í fjórar vikur. Úrskurðir héraðsdóms sæta kæru til Landsréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Með öðrum orðum þá felst í hinu nýja ákvæði, verði það að lögum, heimild til lögreglu til að skylda útlendinga til að gangast undir heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Ef útlendingur neitar getur lögregla borið kröfu um skylduna fyrir dómara. LÍ og FL lýsa þungum áhyggjum af því að lögreglu verði gefin heimild til að skylda þessa einstaklinga, sem oftast eru í gríðarlega viðkvæmri og flókinni stöðu til að undirgangast heilbrigðisskoðun, afhenda sjúkraskrárgögn og gangast undir sýnatökur gegn vilja sínum. Slík framkvæmd brýtur að mati félaganna í bága við Alþjóðasiðareglur lækna. Genfaryfirlýsing Alþjóðasamtaka lækna bindur lækninn með orðunum: „Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru“. Þar er því einnig lýst yfir að „Læknir skal aðeins gera það sem er sjúklingnum fyrir bestu, þegar hann veitir læknisþjónustu“. Eins velta félögin fyrir sér hvað átt er við með „öðrum aðila sem er til þess bær“ í 1. málslið 2. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Hér er gefið til kynna að heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn megi framkvæma af öðrum en lækni eða öðrum viðurkenndum heilbrigðisstarfsmanni. LÍ og FL vilja undirstrika að starfsheitið læknir er lögverndað og enginn annar en læknir getur framkvæmt læknisrannsókn. Heilbrigðisrannsókn geta mögulega aðrar löggiltar heilbrigðisstéttir framkvæmt en fráleitt er að það sé á færi einhverra annarra, sem enga slíka löggildingu hafa. Verði umrædd drög að lagafrumvarpi lögð fram óbreytt fyrir Alþingi og samþykkt í fyrirliggjandi mynd mun það setja lækna landsins í þá óþolandi stöðu að þurfa að velja milli þess að fylgja Alþjóðasiðareglum lækna eða lögum landsins, þar sem lögreglu yrði heimilt að skylda fólk í líkamsskoðun og ýmis inngrip sem læknum er svo ætlað að framkvæma, að undangegnum dómsúrskurði, neiti viðkomandi að samþykkja inngripin. LÍ og FL hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi frumvarpsdrög og sjá til þess að læknum verði gert kleift að tryggja áfram óspillt trúnaðarsamband sitt við skjólstæðinga sína. Höfundar eru formenn Læknafélags Íslands og Félags læknanema.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun