Valgerður sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 07:58 Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsend Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Prófkjörið fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira