„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 15:03 Logi segir að Samfylkingunni beri að fylgja landslögum en vonar að með tímanum geti Guðmundur boðið sig fram. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12