Ráðuneyti í lögvillu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2022 15:01 Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun