Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 13:47 Bankastjóri Landsbankans segist sperra eyrun þegar viðskiptaráðherra tali. Mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem eru rekin í þágu þjóðarinnar. VísirEinar/Vilhelm Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög. Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55