Lýðræði ungmenna í borginni – breytt einkunnagjöf í íþróttum Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2022 11:31 Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun