Sjálfsmark! Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Og of hátt lóðaverð. Gagnrýndi hann Reykjavík í þeim efnum. En passaði sig á því að nefna ekki vægast sagt dapra stöðu í Hafnarfirði í þessum efnum - í hans eigin heimabæ, þar sem hann hefur farið með völd síðustu fjögur árin með Sjálfstæðisflokki. Bæjarfulltrúinn hefði nefnilega átt að líta sér nær. Hann sem forystumaður og samstarfsmaður Sjálfstæðisflokksins í meirihluta í Hafnarfirði hefði átt að nefna þá staðreynd, að fólki hefur fækkað í Hafnarfirði. Og ástæðan sú sem bæjarfulltrúinn nefndi sjálfur: Skortur á íbúðum og lóðum í Hafnarfirði! Í Reykjavík og öðrum nágrannasveitarfélögum Hafnarfjarðar hefur verið eðlileg fólksfjölgun á síðustu árum. Þar hefur verið framboð. En ekki í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár, þá fækkaði íbúum Hafnarfjarðar í fyrsta skiptið árið 2020 og íbúaþróun er langt undir viðmiðunum og áætlunum. Ábyrgðin á sleninu og skipulagsleysinu er alfarið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þegar kemur að húsnæðismálum. Í Hafnarfirði og ekki síður landsstjórninni, þar sem þessir sömu flokkar stjórna. Umbótatillögur Samfylkingarinnar liggja fyrir á landsvísu, svo sem stórhækkun húsnæðis- og vaxtabóta. Í Hafnarfirði munu jafnaðarmenn setja íbúðamálin í forgang vinni þeir sigur í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Í fótboltanum gerist það stundum, að leikmenn slysast til að skjóta boltanum í eigið mark. Það er kallað sjálfsmark. Það var svo sannarlega skorað sjálfsmark í Kastljósinu í gær. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar