Forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 18:17 Oddur Árnason á vettvangi í gær. Vísir Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr. Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu. Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Flugvélin fannst úti á miðjum suðausturhluta Þingvallavatns í þónokkurri fjarlægð frá landi. Þetta gerir aðgerðir við að ná henni upp úr vatninu flóknar, sérstaklega vegna þess að flugvélin liggur á 48 metra dýpi. Það er erfið dýpt fyrir kafara að athafna sig í og þá er kuldi vatnsins einnig vandamál en hann er á bilinu 0 til 1 gráða. „Það getur lagt mjög hratt og þá ertu að kafa undir ís,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Fyrir tæknilega úrvinnslu þá eru áskoranir miklar í þessu. Og beinlínis hættulegar björgunarmönnum.“ Þurfa 48 tíma glugga Það eru Landhelgisgæslan og sérsveitin sem munu sjá um að reyna að ná vélinni upp úr vatninu. Til að hægt sé að ráðast í þær aðgerðir verður að skapast 48 tíma gluggi þar sem veður á svæðinu er sæmilegt. „Veðurspáin er ekki okkur í hag núna næstu daga og við munum nota þann kafla til að stilla upp og kalla til þau tæki og tól sem til þarf,“ segir Oddur. Ekki sé útlit fyrir að hægt verði að hífa vélina upp fyrr en seint í næstu viku. Þó sé til skoðunar hvort hægt verði að sækja hina látnu fyrst. „Það er forgangsatriði að ná hinum látnu upp á yfirborðið og hvernig það verður útfært það verður bara að koma í ljós.“ Aðstandendur komnir til landsins Oddur segir að ekki sé ljóst í hvaða tilgangi hópurinn hafi verið að fljúga á svæðinu. Lögregla mun ekkert gefa út um einstaka þætti rannsóknarinnar fyrr en henni er lokið. Íslenskur flugmaður og þrír ferðamenn voru um borð í flugvélinni. Aðstandendur ferðamannanna komu margir til landsins í dag. Oddur segist engar vísbendingar hafa um orsök slyssins. „Nei, það er ekkert í hendi með það. Og í rauninni margþætt rannsókn þannig það væri bara beinlínis rangt að fara að vera með einhverjar getgátur núna.“ Ekki er vitað hvort svokallaður svartur kassi hafi verið um borð í flugvélinni sem gæti varpað ljósi á hvað olli slysinu.
Lögreglumál Fréttir af flugi Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58 Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5. febrúar 2022 14:58
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5. febrúar 2022 13:45