Má bjóða þér að þjást? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:31 Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun