Borð fyrir báru Halla Hrund Logadóttir skrifar 31. janúar 2022 13:30 Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun