Frá þessu greinir bæjarfjölmiðillinn Tígull í Vestmannaeyjum en þar segir að tveir stýrimenn hafi sagt upp í vetur í tengslum við mál skipstjórans. Aðrir tveir bættust nýlega í hópinn og hafa þá fjórir sagt upp störfum á skipinu.
RÚV greindi upphaflega frá en þar kom fram að skipstjóri hjá Herjólfi hefði verið lækkaður í tign eftir að athugasemd og kvörtun hafði borist um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins.
Í frétt Ríkisútvarpsins segir að atvinnuréttindi skipstjórans hafi runnið út rétt fyrir jól og hann hafi hins vegar áfram siglt Herjólfi eftir það, þangað hann fékk réttindin endurnýjuð, í byrjun janúar á þessu ári. Þá segir einnig að viðkomandi hafi í einhverjum tilvikum skráð nöfn annarra skipstjóra án þeirra vitundar þegar hann sigldi skipinu.
Tígull greinir frá því að skipstjórinn muni halda stöðu sinni en hann var sendur í leyfi að beiðni áhafnar Herjólfs. Hvorki framkvæmdastjóri Herjólfs né stjórnarformaður kusu að tjá sig í samtali við bæjarfjölmiðilinn.