Dýrin og við Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. janúar 2022 11:00 Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun