Fyrir 40 árum síðan Ólafur R. Rafnsson skrifar 27. janúar 2022 08:00 Árið er 1982 þá var auglýst eftir „fóstrum“ í störf á leikskólum, búðin Adam auglýsti Lee Cooper fötin vinsælu til sölu, viðtöl í Tímanum við hetjur sem helltu niður áfengi og gengu á milli bæja til að leita af bruggi þegar áfengi var bannað, í þá daga var nefnilega bjórbann. Bann við sölu á bjór var ekki afnumið fyrr en sjö árum síðar. Bikarúrslitaleikur Tottenham og Liverpool var sýndur í beinni útsendingu á Íslandi og var þetta fyrsta beina útsending frá erlendum íþróttaviðburði á Íslandi. Ronnie James Dio og Vinny Appice úr Black Sabbath stofnuðu hljómsveitina Dio sem er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum. Samtök um kvennaathvarf opnuðu Kvennaathvarfið í Reykjavík. Íslenska kvikmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd og tímaritið Time útnefndi tölvuna „mann ársins“ eins undarlegt og það kann að hljóma í dag. Á þessum árum, frá 1982 til 1986 létust 37 sjómenn. Foreldrar mínir reyktu bæði, líka í bíltúrum og losuðu svo öskubakkann út á götu þegar bíllinn staðnæmdist við gatnamót. Í þá daga mátti líka alls staðar reykja inni, þar á meðal á sjúkrastofnunum og á kennarastofum. Það var líka löglegt að keyra án öryggisbelta. Í 155. tölublaðs Tímans skrifar Atli Magnússon blaðamaður um sædýrasafnið í Hafnarfirði og krafðist þess að það yrði opnað aftur. Þar fjallar blaðamaðurinn um hve ósanngjarnt það sé að ekki sé hægt að starfrækja garðinn lengur, embættismenn þegja þar sem tekjur koma í kassann, dýraverndunarsinnar kvarta undan því að ekki væri nóg hey hjá geitunum og að þeim gæti orðið kalt svo fátt eitt sé talið upp. Þá var stjórnanda garðsinns heimilt að róa og veiða svokallaða illhveli, væntanlega háhyrningar, og selt þá til að afla tekna fyrir sædýrasafnið. Ljónunum er vorkunn sem ganga hring eftir hring í því þrönga búri sem þau eru lokuð inni í því þau komast ekki út þaðan. Í þá tíma var talinn lítill skilningur á því að þessir svokölluðu dýravendunarsinnar væru að agnúast yfir því að þarna færi ekki vel um dýrin. Þeim skyldi ekki takast að tvístra íbúum safnsins um heim allan þar sem skilningur væri meiri á skemmtunar og uppeldisgildi dýragarða. Sama ár birtu þeir Eggert Gunnarsson og Þorsteinn Ólafsson niðurstöður rannsóknarinnar „Blóðsöfnun úr fylfullum hryssum til lyfjaframleiðslu“, sem þeir unnu við Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum. Þar kemur m.a. fram að því sé ekki að neita að á ýmsu geti gengið í byrjun en að hryssurnar „temjist ótrúlega fljótt“. Þar kemur einnig fram orðrétt „Einstaka hross kann frelsiskerðingunni þó svo illa að þau eru lítt meðfærileg og borgar sig ekki að setja menn og skepnur í þá hættu, sem af því leiðir“. Þá gerði lyfjaframleiðslufyrirtækið O. Jónson og Kaaber einnig sambærilegar greiningar í þeim tilgangi að hægt væri að hafa af þessu tekjur. Þar lýsa þeir meðal annars hvaða áhrif blóðtakan getur haft á sumar merar, sem híma fyrst á eftir, á meðan aðrar leggjast, velta sér og liggja hríðflatar og verða afvelta. Þá segir að þeim sé líka hætt við klums sem sýnir klárlega að þarna er verið að fara yfir mörkin og sýna einkenni blóðleysis samkvæmt sérfræðingum. Rannsóknarstofur á Keldum voru gerðar af mönnum sem nutu styrkja til rannsóknanna á þessum tímum. Þetta var árið 1982 en sem betur fer hefur ýmislegt gerst síðan þá. Banaslys á sjó fáheyrð í dag, sem betur fer, með bættri öryggimenningu og björgunarbúnaði. Leikskólakennari er viðurkennt fag, þó töluvert betur megi styðja við það góða starf. Það má kaupa bjór, bæði í vínbúð en einnig á veitingastöðum og börum. Bannað er að reykja á vel flestum stöðum og mikil vakning hefur verið á skaðsemi reykinga. Íþróttaviðburðir eru nánast daglega í sjónvarpinu. Mikið hefur gerst í réttindamálum kvenna og nú á síðustu árum eru þær að skila skömminni til gerenda sem er löngu tímabært og eiga þær mikið hrós skilið og eru „menn áratugarinns“! Háhyrningurinn Keikó sem var seldur til að fjármagna sædýrasafnið kom aftur til Íslands en hans saga var skrifuð um leið og hann var fangaður. Að halda villtum dýrum í búrum og innan girðinga í þeim eina tilgangi svo að mannfólk geti komist í námunda við þau er á undanhaldi sem er vel. En það sem hefur gerst á Íslandi í tengslum við blóðsöfnun úr fylfullum hryssum er að Matvælastofnun hefur eftirlit með fóðrun og aðbúnaði blóðtökuhryssna en fyrirtækið Ísteka ber ábyrgð á sérstöku eftirliti með blóðtökunni sjálfri. Árið 2020 var blóðtaka framkvæmd á fimm þúsund fylfullum hryssum á Íslandi í fyrra. Blóðið er síðan nýtt í lyfjaframleiðslu. Flestum folöldum meranna er slátrað í kjölfarið. Þannig að fyrirtækið sem hefur mestar tekjur og ávinning af þessu ber einnig ábyrgð á eftirliti. Það væri eins og að ég bæri ábyrgð á að útfæra verklag, innleiða það og taka það síðan út og er hætt við að niðurstaðan væri ávallt mér í hag. Þann 14. janúar 2022 veitir Umhverfisstofnun starfsleyfi Ísteka ehf. sem heimilar fyrirtækinu að auka framleiðslu þar er rekstraraðila heimilt að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði til ársins 2038 en núverandi leyfi heimilar vinnslu úr 170 tonnum. Áætla má að það þurfi um 28.600 hryssur til að ná þessu framleiðslumagni. Hvað ætli það væru mörg folöld sem væri þá slátrað í kjölfarið? Það er í raun alveg ótrúlegt að þessi blóðsöfnun hafi verið gerð í öll þessi ár og þeir sem stunda það vísa til 40 ára gamalla tilrauna sem gerðar voru. Síðan þá hefur þetta verið bannað í flestu löndum í kringum okkur, fjölmargir aðilar bæði læknar, dýralæknar, faglært fólk um atferli hestsins og velunnarar hans hafa bent á margar fræðigreinar sem benda til þess að verulega er gengið nærri hestinum. Stundum þarf að rífa plásturinn af til að hægt sé að ræða erfið mál og á það vel við núna. Ég vil búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki þaggað niður! Hesturinn hefur verið talinn lengi vel þarfasti þjónninn, vinsældir hans ná nýjum hæðum ár eftir ár. Íslenski hesturinn er þjóðargersemi og ber okkur skylda til að standa vörð um arfleið hans, orðspor og heilsu og koma fram við hann af þeirri virðingu sem hann á skilið. Höfundur er ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum og hestamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið er 1982 þá var auglýst eftir „fóstrum“ í störf á leikskólum, búðin Adam auglýsti Lee Cooper fötin vinsælu til sölu, viðtöl í Tímanum við hetjur sem helltu niður áfengi og gengu á milli bæja til að leita af bruggi þegar áfengi var bannað, í þá daga var nefnilega bjórbann. Bann við sölu á bjór var ekki afnumið fyrr en sjö árum síðar. Bikarúrslitaleikur Tottenham og Liverpool var sýndur í beinni útsendingu á Íslandi og var þetta fyrsta beina útsending frá erlendum íþróttaviðburði á Íslandi. Ronnie James Dio og Vinny Appice úr Black Sabbath stofnuðu hljómsveitina Dio sem er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum. Samtök um kvennaathvarf opnuðu Kvennaathvarfið í Reykjavík. Íslenska kvikmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd og tímaritið Time útnefndi tölvuna „mann ársins“ eins undarlegt og það kann að hljóma í dag. Á þessum árum, frá 1982 til 1986 létust 37 sjómenn. Foreldrar mínir reyktu bæði, líka í bíltúrum og losuðu svo öskubakkann út á götu þegar bíllinn staðnæmdist við gatnamót. Í þá daga mátti líka alls staðar reykja inni, þar á meðal á sjúkrastofnunum og á kennarastofum. Það var líka löglegt að keyra án öryggisbelta. Í 155. tölublaðs Tímans skrifar Atli Magnússon blaðamaður um sædýrasafnið í Hafnarfirði og krafðist þess að það yrði opnað aftur. Þar fjallar blaðamaðurinn um hve ósanngjarnt það sé að ekki sé hægt að starfrækja garðinn lengur, embættismenn þegja þar sem tekjur koma í kassann, dýraverndunarsinnar kvarta undan því að ekki væri nóg hey hjá geitunum og að þeim gæti orðið kalt svo fátt eitt sé talið upp. Þá var stjórnanda garðsinns heimilt að róa og veiða svokallaða illhveli, væntanlega háhyrningar, og selt þá til að afla tekna fyrir sædýrasafnið. Ljónunum er vorkunn sem ganga hring eftir hring í því þrönga búri sem þau eru lokuð inni í því þau komast ekki út þaðan. Í þá tíma var talinn lítill skilningur á því að þessir svokölluðu dýravendunarsinnar væru að agnúast yfir því að þarna færi ekki vel um dýrin. Þeim skyldi ekki takast að tvístra íbúum safnsins um heim allan þar sem skilningur væri meiri á skemmtunar og uppeldisgildi dýragarða. Sama ár birtu þeir Eggert Gunnarsson og Þorsteinn Ólafsson niðurstöður rannsóknarinnar „Blóðsöfnun úr fylfullum hryssum til lyfjaframleiðslu“, sem þeir unnu við Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum. Þar kemur m.a. fram að því sé ekki að neita að á ýmsu geti gengið í byrjun en að hryssurnar „temjist ótrúlega fljótt“. Þar kemur einnig fram orðrétt „Einstaka hross kann frelsiskerðingunni þó svo illa að þau eru lítt meðfærileg og borgar sig ekki að setja menn og skepnur í þá hættu, sem af því leiðir“. Þá gerði lyfjaframleiðslufyrirtækið O. Jónson og Kaaber einnig sambærilegar greiningar í þeim tilgangi að hægt væri að hafa af þessu tekjur. Þar lýsa þeir meðal annars hvaða áhrif blóðtakan getur haft á sumar merar, sem híma fyrst á eftir, á meðan aðrar leggjast, velta sér og liggja hríðflatar og verða afvelta. Þá segir að þeim sé líka hætt við klums sem sýnir klárlega að þarna er verið að fara yfir mörkin og sýna einkenni blóðleysis samkvæmt sérfræðingum. Rannsóknarstofur á Keldum voru gerðar af mönnum sem nutu styrkja til rannsóknanna á þessum tímum. Þetta var árið 1982 en sem betur fer hefur ýmislegt gerst síðan þá. Banaslys á sjó fáheyrð í dag, sem betur fer, með bættri öryggimenningu og björgunarbúnaði. Leikskólakennari er viðurkennt fag, þó töluvert betur megi styðja við það góða starf. Það má kaupa bjór, bæði í vínbúð en einnig á veitingastöðum og börum. Bannað er að reykja á vel flestum stöðum og mikil vakning hefur verið á skaðsemi reykinga. Íþróttaviðburðir eru nánast daglega í sjónvarpinu. Mikið hefur gerst í réttindamálum kvenna og nú á síðustu árum eru þær að skila skömminni til gerenda sem er löngu tímabært og eiga þær mikið hrós skilið og eru „menn áratugarinns“! Háhyrningurinn Keikó sem var seldur til að fjármagna sædýrasafnið kom aftur til Íslands en hans saga var skrifuð um leið og hann var fangaður. Að halda villtum dýrum í búrum og innan girðinga í þeim eina tilgangi svo að mannfólk geti komist í námunda við þau er á undanhaldi sem er vel. En það sem hefur gerst á Íslandi í tengslum við blóðsöfnun úr fylfullum hryssum er að Matvælastofnun hefur eftirlit með fóðrun og aðbúnaði blóðtökuhryssna en fyrirtækið Ísteka ber ábyrgð á sérstöku eftirliti með blóðtökunni sjálfri. Árið 2020 var blóðtaka framkvæmd á fimm þúsund fylfullum hryssum á Íslandi í fyrra. Blóðið er síðan nýtt í lyfjaframleiðslu. Flestum folöldum meranna er slátrað í kjölfarið. Þannig að fyrirtækið sem hefur mestar tekjur og ávinning af þessu ber einnig ábyrgð á eftirliti. Það væri eins og að ég bæri ábyrgð á að útfæra verklag, innleiða það og taka það síðan út og er hætt við að niðurstaðan væri ávallt mér í hag. Þann 14. janúar 2022 veitir Umhverfisstofnun starfsleyfi Ísteka ehf. sem heimilar fyrirtækinu að auka framleiðslu þar er rekstraraðila heimilt að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði til ársins 2038 en núverandi leyfi heimilar vinnslu úr 170 tonnum. Áætla má að það þurfi um 28.600 hryssur til að ná þessu framleiðslumagni. Hvað ætli það væru mörg folöld sem væri þá slátrað í kjölfarið? Það er í raun alveg ótrúlegt að þessi blóðsöfnun hafi verið gerð í öll þessi ár og þeir sem stunda það vísa til 40 ára gamalla tilrauna sem gerðar voru. Síðan þá hefur þetta verið bannað í flestu löndum í kringum okkur, fjölmargir aðilar bæði læknar, dýralæknar, faglært fólk um atferli hestsins og velunnarar hans hafa bent á margar fræðigreinar sem benda til þess að verulega er gengið nærri hestinum. Stundum þarf að rífa plásturinn af til að hægt sé að ræða erfið mál og á það vel við núna. Ég vil búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki þaggað niður! Hesturinn hefur verið talinn lengi vel þarfasti þjónninn, vinsældir hans ná nýjum hæðum ár eftir ár. Íslenski hesturinn er þjóðargersemi og ber okkur skylda til að standa vörð um arfleið hans, orðspor og heilsu og koma fram við hann af þeirri virðingu sem hann á skilið. Höfundur er ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum og hestamaður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun