Förum betur með peninga borgarbúa! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. janúar 2022 11:00 Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild. Borgarbáknið hefur þanist út, margar fjárfestingar eru í senn ómarkvissar og óhagkvæmar og staðið er í samkeppnisrekstri utan verkahrings borgarinnar. Útboðsklúður SORPU BS. Hjá SORPU reka hver mistökin önnur á kjörtímabilinu, þar sem enn og aftur þarf að greiða skaðabætur fyrir mistök stjórnenda. SORPA er dæmd til að greiða Íslenskum aðalverktökum tæpar 90 milljónir króna vegna mistaka við útboð byggingar á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi. SORPA braut lög um opinber innkaup þegar fyrirtækið samþykkti að ganga til samninga við Ístak. Stjórn SORPU ber á þessu ábyrgð og þarf að axla hana. Sá er hængur á stjórn SORPU að þar er ekki gerð nein krafa um að stjórnarmenn hafi reynslu eða þekkingu á þessum málum. Því spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort þetta meinta kunnáttuleysi tengist röð mistaka sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu allt kjörtímabilið? GAJU ævintýrið ofl. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð er ónothæf og óljóst hvenær hún verður virk. SORPA hefur hækkað gjaldskrána úr öllu hófi og þurft að greiða fyrrum framkvæmdastjóra háar skaðabætur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til stjórnarformaður, sem nú er fulltrúi Reykjavíkurborgar, sé valinn að nýju og fenginn verði aðili sem hefur nauðsynlega sérmenntun/þekkingu á málefnum og verkefnum SORPU, haldgóða reynslu en umfram allt skilning á þessum málum. Finna þarf aðila sem kann að hlusta á ráðleggingar annarra, varnarorð ef því er að skipta og beri gæfu til að sækja nauðsynlega þekkingu sem er fyrir hendi meðal annarra þjóða sem ýmist hafa verið farsælar í þessum málum eða hafa þurft að súpa seyði af mistökum. Það er nefnilega hagkvæmara að læra af mistökum annarra en af ítrekuðum eigin mistökum. Hjá SORPU hefur verið gerð röð mistaka sem koma nú illilega niður á borgarbúum. Vert er að skoða að Reykjavíkurborg stígi út úr samkeppnisrekstri sem þessum og bjóði hann þess í stað út. Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel og íbúum Reykjavíkur hagkvæmur, undir stjórn b.s. kerfisins. Stafræn sóun Fulltrúi Flokks fólksins hefur í heilt ár staðið vaktina við að fylgjast með innleiðingu stafrænna lausna hjá Reykjavíkurborg. Enn er beðið eftir nauðsynlegum stafrænum lausnum en samt hafa milljarðar verið settir í ráðgjöf hjá erlendum fyrirtækjum, tilraunir og þróun á lausnum sem flest stór fyrirtæki og minni sveitarfélög eru jafnvel löngu komin með. Það er með öðrum orðum hamast við að finna upp hjólið og greitt rausnarlega fyrir með peningum Reykvíkinga. Fjölda starfsmanna hefur verið sagt upp störfum og í staðinn hefur verkefnum verið útvistað eða aðrir starfsmenn ráðnir sem áður voru á einkamarkaði. Ekki hefur verið sýnt fram á hagkvæmni eða ávinning af þessum uppsögnum. Þróunar- og tilraunastarfsemi hefur verið í gangi eins og Borgin sé hugbúnaðarfyrirtæki á einkamarkaði sem æðir áfram á ævintýralegri vegferð, spreðandi fjármunum eigenda sinna á báðar hendur. Hvar eru svo allar afurðirnar? Fulltrúi Flokks fólksins reynir eftir bestu getu að fylgjast með og vakta meðhöndlun fjármagns borgarbúa sem er hans skylda. Fleiri hafa tekið undir gagnrýni Flokks fólksins og spurt áleitinna spurninga. Flokkur fólksins hefur beðið innri endurskoðun að fara ofan í kjölinn á þessu alvarlega máli. Allt eru þetta mál sem að mati okkar í Flokki fólksins er hægt að taka á og með því fara betur með skattfé okkar. Lögð hefur verið fram tillaga um að fá ráðgjafa til að fara yfir rekstur helstu deilda til að kanna hvort að ekki megi hagræða en núverandi meirihluti hefur hafnað því. Tillagan var felld. Úrbætur á næsta kjörtímabili Flokkur fólksins elur þá von að á næsta kjörtímabili verði við stjórnvölinn meirihluti sem er tilbúinn að bretta upp ermar og taka til hendinni. Eyða biðlistum, tryggja börnum og unglingum næga fagþjónustu, taka á fátæktarvandanum og vinna í málefnum öryrkja og eldri borgara. Við í Flokki fólksins viljum auka jöfnuð, losa um höft og frelsisskerðingar og köllum eftir réttlæti fyrir alla samfélagshópa. Við viljum vinna hverfaskipulag með fólkinu og vinna í samgöngumálum með þarfir allra í huga hvernig svo sem þeir kjósa að fara um borgina. Til að ná fram endurbótum sem þjóna hagsmunum borgarbúa er frumskilyrði að borin sé virðing fyrir fjármunum þeirra, en þó fyrst og fremst virðing fyrir fólkinu sjálfu og þörfum þess. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sorpa Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild. Borgarbáknið hefur þanist út, margar fjárfestingar eru í senn ómarkvissar og óhagkvæmar og staðið er í samkeppnisrekstri utan verkahrings borgarinnar. Útboðsklúður SORPU BS. Hjá SORPU reka hver mistökin önnur á kjörtímabilinu, þar sem enn og aftur þarf að greiða skaðabætur fyrir mistök stjórnenda. SORPA er dæmd til að greiða Íslenskum aðalverktökum tæpar 90 milljónir króna vegna mistaka við útboð byggingar á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi. SORPA braut lög um opinber innkaup þegar fyrirtækið samþykkti að ganga til samninga við Ístak. Stjórn SORPU ber á þessu ábyrgð og þarf að axla hana. Sá er hængur á stjórn SORPU að þar er ekki gerð nein krafa um að stjórnarmenn hafi reynslu eða þekkingu á þessum málum. Því spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort þetta meinta kunnáttuleysi tengist röð mistaka sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu allt kjörtímabilið? GAJU ævintýrið ofl. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð er ónothæf og óljóst hvenær hún verður virk. SORPA hefur hækkað gjaldskrána úr öllu hófi og þurft að greiða fyrrum framkvæmdastjóra háar skaðabætur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til stjórnarformaður, sem nú er fulltrúi Reykjavíkurborgar, sé valinn að nýju og fenginn verði aðili sem hefur nauðsynlega sérmenntun/þekkingu á málefnum og verkefnum SORPU, haldgóða reynslu en umfram allt skilning á þessum málum. Finna þarf aðila sem kann að hlusta á ráðleggingar annarra, varnarorð ef því er að skipta og beri gæfu til að sækja nauðsynlega þekkingu sem er fyrir hendi meðal annarra þjóða sem ýmist hafa verið farsælar í þessum málum eða hafa þurft að súpa seyði af mistökum. Það er nefnilega hagkvæmara að læra af mistökum annarra en af ítrekuðum eigin mistökum. Hjá SORPU hefur verið gerð röð mistaka sem koma nú illilega niður á borgarbúum. Vert er að skoða að Reykjavíkurborg stígi út úr samkeppnisrekstri sem þessum og bjóði hann þess í stað út. Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel og íbúum Reykjavíkur hagkvæmur, undir stjórn b.s. kerfisins. Stafræn sóun Fulltrúi Flokks fólksins hefur í heilt ár staðið vaktina við að fylgjast með innleiðingu stafrænna lausna hjá Reykjavíkurborg. Enn er beðið eftir nauðsynlegum stafrænum lausnum en samt hafa milljarðar verið settir í ráðgjöf hjá erlendum fyrirtækjum, tilraunir og þróun á lausnum sem flest stór fyrirtæki og minni sveitarfélög eru jafnvel löngu komin með. Það er með öðrum orðum hamast við að finna upp hjólið og greitt rausnarlega fyrir með peningum Reykvíkinga. Fjölda starfsmanna hefur verið sagt upp störfum og í staðinn hefur verkefnum verið útvistað eða aðrir starfsmenn ráðnir sem áður voru á einkamarkaði. Ekki hefur verið sýnt fram á hagkvæmni eða ávinning af þessum uppsögnum. Þróunar- og tilraunastarfsemi hefur verið í gangi eins og Borgin sé hugbúnaðarfyrirtæki á einkamarkaði sem æðir áfram á ævintýralegri vegferð, spreðandi fjármunum eigenda sinna á báðar hendur. Hvar eru svo allar afurðirnar? Fulltrúi Flokks fólksins reynir eftir bestu getu að fylgjast með og vakta meðhöndlun fjármagns borgarbúa sem er hans skylda. Fleiri hafa tekið undir gagnrýni Flokks fólksins og spurt áleitinna spurninga. Flokkur fólksins hefur beðið innri endurskoðun að fara ofan í kjölinn á þessu alvarlega máli. Allt eru þetta mál sem að mati okkar í Flokki fólksins er hægt að taka á og með því fara betur með skattfé okkar. Lögð hefur verið fram tillaga um að fá ráðgjafa til að fara yfir rekstur helstu deilda til að kanna hvort að ekki megi hagræða en núverandi meirihluti hefur hafnað því. Tillagan var felld. Úrbætur á næsta kjörtímabili Flokkur fólksins elur þá von að á næsta kjörtímabili verði við stjórnvölinn meirihluti sem er tilbúinn að bretta upp ermar og taka til hendinni. Eyða biðlistum, tryggja börnum og unglingum næga fagþjónustu, taka á fátæktarvandanum og vinna í málefnum öryrkja og eldri borgara. Við í Flokki fólksins viljum auka jöfnuð, losa um höft og frelsisskerðingar og köllum eftir réttlæti fyrir alla samfélagshópa. Við viljum vinna hverfaskipulag með fólkinu og vinna í samgöngumálum með þarfir allra í huga hvernig svo sem þeir kjósa að fara um borgina. Til að ná fram endurbótum sem þjóna hagsmunum borgarbúa er frumskilyrði að borin sé virðing fyrir fjármunum þeirra, en þó fyrst og fremst virðing fyrir fólkinu sjálfu og þörfum þess. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun