Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2022 13:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. VÍSIR/VILHELM Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi. Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Sjá meira
Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, í samtali við Vísi. „Þessi samningur kveður á um hvað Malbikunarstöðin Höfði taki með sér, tímasetningar varðandi niðurrif, hvernig stöðin eigi að skilja við sig og annað slíkt.“ Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna var kveðið á að um fundinn yrði nýr staður fyrir Malbikunarstöðina. „Við fundum lóð uppi á Esjumelum, en fyrirtækið fann svo lóð í Hafnarfirði þar sem áður var starfrækt malbikunarstöð. Þar hafi því ýmsir innviðir verið þegar til staðar.“ Þórdís Lóa segir að nú verði ráðist í að skoða kosti og galla sölu borgarinnar á Malbikunarstöðinni Höfða. Hún segist sjálf vera á því að réttast sé að selja fyrirtækið. „Ég er á því að borgin eigi ekki að starfa á svona samkeppnismarkaði, en á sama tíma skiptir auðvitað máli að það ríki sannarlega samkeppni á þessum markaði. En við förum nú í að skoða þetta.“ Í samkomulaginu segir að flutningi á Malbilunarstöðinni skuli vera lokið 28. febrúar 2022, niðurrif á malbikunarstöðinni í apríl 2022, niðurrif á mulningsfæribandi skal vera lokið í júlí 2022 og afurðarsíló og tankar skulu vera settir í sölu eða endurvinnslu og skal því vera lokið sumarið 2023. Borgin gerir ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð með íbúðum og léttri þjónustustarfsemi.
Reykjavík Borgarstjórn Samkeppnismál Skipulag Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Sjá meira
Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa. 25. febrúar 2021 16:30