Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 11:13 Frá franska þinginu í gær. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira