Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 23:50 Ronnie Spector árið 2010. AP/Peter Kramer Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar. Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni. Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira
Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni.
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira