Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 13:15 Boris Johnson sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri staddur í „veislu“ í maí 2020 þegar hann svaraði spurningum breskra þingmanna fyrr í dag. AP Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54